Skólahald fellur niður í dag vegna veðurs og leikskóli lokaður

Skólahald fellur niður í Þjósrárskóla í dag vegna veðurs og ófærðar. Einnig veður leikskólinn Leikholt lokaður í dag. af sömu ástæðu, Sveitarstjóri 

Skipulagsfulltrúi óskast til starfa með aðsetur að Laugarvatni

Laus er til umsóknar staða skipulagsfulltrúa hjá Umhverfis- og tæknisviði uppsveita.                    

Að embættinu standa sveitarfélögin Grímsnes og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Flóahreppur og Ásahreppur.                           

Aðsetur skipulagsfulltrúa er að Dalbraut 12 á Laugarvatni.

Messa í Ólafsvallakirkju 11. febrúar kl. 11:00

Messa í Ólafsvallakirkju sunnudaginn 11. febrúar kl. 11:00. Minnst verður sr. Hallgríms Péturssonar með sálmum hans og sóknarpresturinn, sr. Óskar H.Óskarsson  minnist hans í prédikun sinni.

Kirkjukórinn syngur og Þorbjörg Jóhannsdóttir leikur á orgelið.

55. sveitarstjórnarfundur haldinn 7. febrúar kl. 14 í Árnesi

            Boðað er til 55. fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudag. 7. febrúar 2018     kl.14:00                       

              Dagskrá:    Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Sala á húsnæði Suðurbaut 1.

2.     Lífeyrissjóðurinn Brú uppgjör. Heimild til fyrirgreiðslu.

Íbúafundur um Almannavarnir í Brautarholti 6. febrúar kl 20.00

Íbúafundur um Almannavarnir í Brautarholti 6. febrúar kl 20.00. • Að undanförnu hefur verið unnin viðbragðsáætlun almannavarna um samfélagsleg áföll fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp. • Hún hefur verið samþykkt í sveitarstjórn. • Víðir Reynisson hefur haft veg og vanda að gerð viðbragðsáætlunarinnar í samráði við stjórnendur sveitarfélagsins. • Á fundinum verður áætlunin kynnt. Framsögu hafa: • Víðir Reynisson almannavarnarfulltrúi hjá Lögreglunni á Suðurlandi • Kjartan Þorkelsson Lögreglustjóri Suðurlands. • Sérfræðingur í náttúruhamförum hjá Veðurstofu Íslands. Sveitarstjóri.

Ný slökkvistöð tekin í notkun við Árnes

Föstudagurinn 19 janúar var merkur dagur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en ný slökkvistöð þá tekin í notkun við Árnes.

54. sveitarstjórnarfundur boðaður 24. janúar í Árnesi kl. 14:00

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 24. janúar 2018  kl. 14:00.                   

 Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

1.      Markaðsstofa Suðurlands. Dagný Jóhannsdóttir mætir til fundarins.

2.      Erindi frá Björgunarsveitinni Sigurgeir – kaup á húsnæði

Fjölskyldumessa í Ólafsvallakirkju 21. janúar fellur niður

Fjölskyldumessa  sem átti að vera í Ólafsvallakirkju 21. janúar  kl. 11:00  fellur niður vegna veikinda  prestsins en dægurlagamessa í Hrunakirkju kl. 20:30  verður  haldin með eða án prests.

Fréttabréf janúar 2018 komið út

Fréttabréfið  er komið út lesa hér  í  því er ýmis konar fróðleikur, fréttir og auglýsingar. Tveir íbúafundir eru framundan annar um skipulagsmáli í Árnesi  1. feb. og hinn um Almannavarnarmál í Brautarholti 6. feb. Auglýsing  um Þorrablót og Baðstofukvöld er á bls 9. og meðf. eru réttar upplýsingar um höfuðbók reiknings  fyrir greiðslu á miðum á Þorrablótið. Kt:280678-2019 Reikningsnúmer: 0152-05-10038. Munið að senda kvittun á netfangið: jorundurtadeo@gmail.com

Auglýsing um skipulagsmál

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: