Fréttabréf októbermánaðar komið út

Fréttabréf  októbermánaðar er komið út. LESA HÉR   Fréttir, fundarboð, augýsingar og ýmislegt fleira ásamt skemmtilegum myndum af börnunum í gunn- og leikskóla og heimsókn kvenna í Búrfellsstöð.

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að endurskoðun eftirfarandi aðalskipulagsáætlana áður en þær verða teknar til afgreiðslu í sveitarstjórn:

Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Heildarendurskoðun

Listrými - Myndlist fyrir alla - námskeið í heimabyggð

Myndlistarnámskeið Listrýmis í Listasafni Árnesinga hófust haustið 2015 og hafa verið í stöðugri þróun til að koma til móts við óskir og þarfir samfélagsins á Suðurlandi. Markmiðið er að bjóða upp á námskeið í hinum ýmsu greinum myndlistar, í heimabyggð og fyrir alla.

Evrópski menningarminjadagurinn 14. október

Í tilefni af evrópska menningarminjadeginum 2017 sem ber yfirskriftina Maður og náttúra verður tekið á móti gestum á milli kl 12 og 16 þann 14. október í Laugarvatnshellum í Bláskógabyggð. Hellarnir tveir hafa verið höggnir í móberg í Reyðarbarm ofan Laugarvatnsvalla, miðja vegu milli Laugarvatns og Þingvalla. Hellarnir hafa í gegnum tíðina verið í alfaraleið á milli Suður- og Vesturlands og hafa löngum verið notaðir sem áningarstaður, afdrep fyrir gangnamenn og sem fjárhellar. Í upphafi 20. aldar hóf fólk fasta búsetu í hellunum og bjuggu þar tvær fjölskyldur hvor á eftir hinni og ráku meðal annars greiðasölu. Kristján X Danakonungar fékk þar í Íslandsheimsókn sinni árið 1921 skyr með rjóma hjá Vigdísi Helgadóttir húsfreyju. Mögulega hefur fólk hafist við í hellunum í fyrndinni en um það er erfitt að fjölyrða.

Skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga - Síðasti umsóknardagur

Auglýst er eftir öflugum stjórnanda til að leiða faglegt tónlistarstarf og halda þétt utan um rekstur eins stærsta
og umsvifamesta tónlistarskóla landsins. Ráðið er í stöðuna til fimm ára og usóknarfrestur rennur út í kvöld kl. 24:00

Starfs- og ábyrgðarsvið

Skrifstofan lokuð vegna fjármálaráðstefnu

Skrifstofa sveitarfélagsins er lokuð dagana 5. og 6. október þar sem starfsmenn sitja fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í Reykjavík. Ef erindi eru brýn má senda póst á kristofer@skeidgnup.is eða hringja í síma 861-7150. Sími hjá Ara Einarssyni í  Áhaldahúsinu er 893-4426.

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

1. Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016. Reykholt í Þjórsárdal

Sveitarstjórnarfundur nr. 48 þann 04. okt. kl.14:00

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikdaginn 04. október 2017  kl. 11:00. 

 Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Aðalskipulagsdrög 2017-2020- umfjöllun um tiltekið efni.

2.     Erindi frá veiðfélagi Stóru-Laxár. Varðar fiskirækt.

Lokað fyrir heita vatnið í um 1 - 2 klst í Brautarholti

Loka verður fyrir heita vatnið  í neðri hluta Brautarholtshverfisins frá kl. 10:00 nú í dag og fram undir hádegið  vegna framkvæmda á svæðinu. Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum.

Leikskólakennara vantar í Leikholt

Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða leikskólakennara í 77,5% stöðu með möguleika á breyttu starfshlutfalli. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf  sem fyrst. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum. Staðan er afleysingarstaða ásamt föstum tímum inn á yngri deildinni (1 árs til 2ja ára).