Íbúafundur um samfélagsleg áhrif virkjana í Þjórsá, 5. desember 2015

Faghópur III býður íbúum Ásahrepps, Flóahrepps, Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps  til opins íbúafundar til að ræða samfélagsleg áhrif virkjanakosta í Þjórsá.

Til fundarins boðar faghópur III, sem meta á samfélagsleg áhrif virkjanakosta í þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (sjá www.ramma.is).

Um kosningu nafns á sveitarfélagið - Úrskurður Örnefnanefndar

Örnefnanefnd hefur kveðið upp úrskurð um hver þeirra átta nafna sem tillögur bárust um sé heimilt að nota. Sveitarstjóri sendi nefndinni fyrir hönd  sveitarstjórnar erindi í byrjun nóvember þar sem þess var óskað. 

Tillögurnar eru eftirtaldar : Eystribyggð · Eystrihreppur · Skeiða- og Gnúpverjahreppur · Vörðubyggð · Þjórsárbakkar · Þjórsárbyggð · Þjórsárhreppur  og  Þjórsársveit.

Kynningarfundur 30. nóvember um tilhögun kosninga ofl.

Haldinn verður kynningarfundur um val á nafni á sveitarfélagið Þann 30. nóvember kl. 20:30. í Árnesi. Oddviti og sveitarstjóri fara yfir  kosningaferlið og svara spurningum. Sömu reglur gilda um þessar kosningar og þegar kosið er til sveitarstjórnar.   Allir  velkomnir.

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn  hátíðlegur mánudaginn 16. nóvember. Að þessu sinni var dagurinn helgaður 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. 3.- 4. bekkur flutti dagskrá um stöðu kvenna á fyrri árum og sögðu frá kvikmyndinni Næturgangan eftir Svövu Jakobsdóttur þar sem vinnukona gerir uppreisn gegn kynjamisrétti. 5.- 7. bekkur tók fyrir ljóð eftir konur í tilefni af 100 ára kosningarétti kvenna.  Þau völdu sjálf ljóðin og fluttu þau.  Einnig var 7. bekkur með tilvísun í ævi Ólínu Jónasdóttur  og sögðu frá hjásetu og leikjum sem börn léku sér í hér áður fyrr. Börnin í skólanum sungu lög um konur og eftir konur undir stjórn Helgu Kolbeins. Nemendur voru mjög áhugasamir og stóðu sig með prýði. 

Fréttabréf nóvember 2015 komið út

Fréttabréf nóvember 2015 má lesa hér   Þar er ýmislegt að finna eins og fréttir af Skeiðalaug 40 ára, 21. fundargerð sveitarstjórnar,  athugasemdir við bókun,  Hrunaprestakall, þakkir til starfsmanns og margt fleira.

21. fundarboð sveitarstjórnar 04.11.2015 kl.14:00 í Árnesi

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 04 nóvember 2015  kl. 14:00.

Dagskrá:

Mál til umfjöllunar:

1.     Fjárhagsáætlun 2016 og 2016-2019, fyrri umræða

2.     Fjárhagsáætlun 2015 viðaukar.

3.     Tillaga að útsvarsprósentu og fasteignagjöldum.

Vissir þú að, ekki má henda.....

Vissir þú að:  Ekki má henda: tannþræði, lyfjum, blautþurrkum, smokkum, dömubindum, tyggjói, hári, bleyjum, gullfiskum, kreditkortum, leikföngum eða öðru rusli í klósettið.   Í Uppsveitum Árnessýslu er rotþró við hvert hús eða hús tengd skolpkerfi sem svo tengist við hreinsistöð sem safnar seyrunni. Sorpið sem fer í klósettið fer sömu leið og safnast þar saman og fer síðan beina leið í skólphreinsibílana sem safna saman seyrunni. Sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu hafa sameinast um að nýta seyruna sem safnast saman til uppgræðslu á afgirtum afrétti, en þetta er gert í samvinnu við Landgræðslu ríkisins og hefur þegar gefið góða raun.  Vandinn við þetta er allt sorpið sem berst með og sérstaklega blautþurrkurnar sem notaðar eru til þrifa og ýmissa annarra verka. Aðeins næst að hreinsa hluta af þessu rusli frá seyrunni og fer því hluti af ruslinu alla leið í gegn.  Vegna þessa má líkja því að henda sorpi í klósettið við það að henda því á víðavangi!!  Með kveðju. Tæknisvið Uppsveita Árnessýslu.

Auglýsing um skipulagsmál í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt sameiginleg lýsing á skipulagsáformum ásamt matslýsingu skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.  Hvammsvirkjun, deiliskipulag virkjunar í Þjórsá. Sveitastjórnir Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa samþykkt að kynna lýsingu vegna áforma um deiliskipulag fyrir Hvammsvirkjun. Framkvæmdasvæði Hvamm­svirkjunar er í báðum sveitarfélögunum.  Stöðvarmannvirki verða í landi Hvamms í Rangárþingi ytra, en stíflumannvirki og lón munu taka yfir land í ofanverðri Landsveit og í Skeiða- og Gnúp­verjahreppi. Ofantalin lýsing er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúum ofangreindra sveitarfélaga, og á heimasíðum sveitarfélaganna Rangárþings ytra, www.ry.is og Skeiða- og Gnúpverjahreppur www.skeidgnup.is  Kynningu lýkur miðvikudaginn 4. nóvember, klukkan 15.00.

Síðasti dagur að skila inn tillögu að nafni 20. október.

Í dag, þann 20. október  er síðasti dagur til þess að skila inn tillögu að nýju nafni á sveitarfélagið. Koma má með tillögur á skrifstofu í Árnesi  til kl. 16:00 og ef tillaga  er send með Íslandspósti  miðast móttaka við stimpil á umslagi.   Einnig mun sveitarstjóri taka við tillögum eftir lokun skrifstofu til kl. 22:00 í kvöld og má þá hafa samband við hann í  síma 861-7150. 

Mat á umhverfisáhrifum Búrfellslundar - skýrsla

Á opnunartíma skrifstofu sveitarfélagsins í Árnesi  frá kl. 09-12 og 13-15 mánudaga - fimmtudaga og föstudaga kl. 09 12  liggur frammi skýrsla um mat a umhverfisáhrifum Búrfellslundar. Skýrsluna er hægt að lesa þar.