Mat á umhverfisáhrifum Búrfellslundar - skýrsla

Úr gjánni í Þjórsárdal
Úr gjánni í Þjórsárdal

Á opnunartíma skrifstofu sveitarfélagsins í Árnesi  frá kl. 09-12 og 13-15 mánudaga - fimmtudaga og föstudaga kl. 09 12  liggur frammi skýrsla um mat a umhverfisáhrifum Búrfellslundar. Skýrsluna er hægt að lesa þar.

Að gefa mat á umhverfisáhrifum Búrfellslundar út með aðgengilegum hætti bæði á vefnum og á pappír er hluti af því  að þróa nýjar og betri leiðir til samskipta og auðvelda bæði almenningi og hagsmunaaðilum að kynna sér verkefnið á stigi þar sem enn er hægt að hafa áhrif á útfærslu þess,  segir í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun.

Stórframkvæmd eins og 200 MW vindlundur á hraun- og sandsléttunni austan Þjórsár hefur margvísleg áhrif. Við hvetjum sem flesta til að kynna sér umhverfismatið og mynda sér skoðun á Búrfellslundi: 
http://burfellslundur.landsvirkjun.is/