Velkomin á vef Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Hreppurinn liggur austast  í Árnessýslu, ofanverðri, með Hofsjökul í norðri, Flóa í suðri, Þjórsá í austri og Stóru-Laxá og Hvítá í vestri.   Íbúar voru 524 1. september 2014. Atvinnu-vegir eru landbúnaður, menntunar- og uppeldisstörf auk iðn- og verslunarstarfa. Ferðaþjónusta fer vaxandi. Náttúrufegurð er mikil, félagslíf og mannlíf, blómlegt.  Skrifstofan í Árnesi er opin  mánud-fimmtud kl. 9-12 og 13-15 og föstud 9-12

Merki hreppsins

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð frá kl. 11:00 miðvud 1. október

Skrifstofa sveitarfélagsins í Árnesi verður lokuð frá kl. 11:00 miðvikudaginn 1. október vegna jarðarfarar.  
Merki hreppsins

Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings.

Hér gefur að líta nýja heimasíðu Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings  Síðan er snýr að skólaþjónustunni er tilbúin en  velferðarhlutinn  er ekki kominn allur. Hafið samband í síma ef upplýsingar vantar.
Merki hreppsins

Næsti sveitarstjórnarfundur verður haldinn 8. október kl. 14:00

Svetarstjórnarfundii nr.  06. sem halda átti miiðvikudaginn 1. október kl. 14:00 verður frestað  um viku  og verður hann haldinn miðvikudaginn 8. okt. kl.14:00 í Árnesi.  

Íbúafundur í Árnesi vegna gossins í Holuhrauni

Íbúafundur í Árnesi vegna gossins í Holuhrauni   Almannavarnir Árnessýslu  standa fyrir íbúafundi í Árnesi mánudaginn 29 september næstkomandi kl 20:00 um möguleg áhrif yfirvofandi loftmengunar og flóðahættu vegna gossins í Holuhrauni. Framsögumenn verða Oddur Árnason yfirlögregluþjónn í Árnessýslu... meira

Söngskemmtun í Árnesi í tilefni af aldarafmæli Jóns frá Ljárskógum

Söngurinn ómaði á menningarviðburði í Árnesi síðastliðið föstudagkvöld 19 september. Efnilegur hópur af ungu söngfólki hélt söngskemmtun í tilefni af 100 ára afmæli Jóns Jónssonar frá Ljárskógum. Hópinn skipa átta ungmenni. Söngkonurnar Unnur Birna Björnsdóttir, Una Dóra Þorbjörnsdóttir og Unnur ... meira