Velkomin á vef Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Hreppurinn liggur austast  í Árnessýslu, ofanverðri, með Hofsjökul í norðri, Flóa í suðri, Þjórsá í austri og Stóru-Laxá og Hvítá í vestri.   Íbúar voru 524 1. september 2014. Atvinnu-vegir eru landbúnaður, menntunar- og uppeldisstörf auk iðn- og verslunarstarfa. Ferðaþjónusta fer vaxandi. Náttúrufegurð er mikil, félagslíf og mannlíf, blómlegt.  Skrifstofan í Árnesi er opin  mánud-fimmtud kl. 9-12 og 13-15 og föstud 9-12

Merki hreppsins

Upplýsingar um áhrif goss í Holuhrauni - heimasíður

Ágætu íbúar. Hér eru heimasíður sem hægt er að nálgast upplýsingar  um hvers konar áhrif gosið í Holuhrauni getur haft á heilsu fólks, skepnur og svo eru almennar upplýsingar  ásamt gasdreifispá. Góð fræðsla og upplýsingastreymi dregur úr áhyggjum, eykur öryggi  og gerir okkur kleift að bregðast... meira
Merki hreppsins

Fundarboð 05 fundur sveitarstjórnar 16 september

Nr. 05 Árnesi 14.09 2014 Fundarboð Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn  16. September 2014  kl. 20:00.   Dagskrá: Skipulagsmál vegna minkabús að Ásum. Framhald frá 04. Fundi. Tilboð í gatnagerð og gámasvæði 76. fundargerð Skipulagsnefndar. Mál... meira

Strætóferð frá Árnesi fellur niður í dag 12. september vegna fjárreksturs

Því miður verður að fella niður strætóferðina 16:20, frá Árnesi í dag,  12. september vegna fjárrekstur. Áætlunin verður svo komin í samt lag strax í fyrramálið.   

Skrifstofan lokuð í dag vegna Skaftholtsrétta

Skaftholtsréttir verða í dag 12 september. Af því tilefni er skrifstofan lokuð í dag. Sveitarstjóri  

Tafir á Þjórsárdalsvegi nr. 32 og 30 í dag 12. september

Skaftholtsréttir eru kl. 11:00, föstudaginn 12. september, sem  er í dag, en þá verða óhjákvæmilegar tafir fyrir umferð bæði á vegi nr. 32 Þjórsárdalsvegi og nr 30. Skeiðavegi    af sömu ástæðu, frá Fossnesi, kl 07:30 ( vegur nr. 32)  að Skaftholtsréttum til ca. kl. 12:00 en (hægt er þó að aka... meira