Velkomin á vef Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Hreppurinn liggur austast  í Árnessýslu, ofanverðri, með Hofsjökul í norðri, Flóa í suðri, Þjórsá í austri og Stóru-Laxá og Hvítá í vestri.   Íbúar voru 520 1. maí 2015. Atvinnu-vegir eru landbúnaður, menntunar- og uppeldisstörf auk iðn- og verslunarstarfa. Ferðaþjónusta fer vaxandi. Náttúrufegurð er mikil, félagslíf og mannlíf, blómlegt.  Skrifstofan í Árnesi er opin  mánud-fimmtud kl. 9-12 og 13-15 og föstud 9-12

Opinn fundur um stækkun Búrfellsvirkjunar í Árnesi - 27.maí

Opin fundur um stækkun Búrfellsvirkjunar verður haldinn 27.maí 2015 í Félagsheimilinu Árnesi kl. 20:00   Dagskrá: Verðmæti til framtíðar - 50 ára afmæli Landsvirkjunar  - Hörður Arnarsson Aflstöðvar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu  - Ingvar Hafsteinsson Búrfell - heimildamynd um fyrstu aflstöð... meira

Ferming í Stóra-Núpskirkju annan í hvítasunnu kl. 11:00

Ferming í Stóra-Núpskirkju 25. maí,  annan í hvítasunnu kl. 11:00 Fermdur verður Einar Kári Sigurðsson, Öxl. Prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson Organisti  Þorbjörg Jóhannsdóttir Kirkjukór Stóra-Núpskirkju syngur.

Hestur í Óskilum

Brúnskjóttur járnalaus hestur er í óskilum að Stöðulfelli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Nánari upplýsingar gefur  Hrafnhildur Ágústsdóttir í síma 862-4452.
Merki hreppsins

Auglýsing um skipulagsmál

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi     Aðalskipulagsmál Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsverkefni:  Aðalskipulag... meira

Fréttabréf maí 2015

Fréttabréf maí  2015 er komið út. Fullt af fréttum, auglýsingum og hinu og þessu.  Lesa hér  Tónleikar, ráðstefnuhald, heilsumorgnarnir í Neslaug, Landnámshelgin, Vinnuskólinn, Hestafræðsla Sólheima, fundargerðir, fréttir úr skólunum og margt fleira.