Velkomin á vef Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Hreppurinn liggur austast  í Árnessýslu, ofanverðri, með Hofsjökul í norðri, Flóa í suðri, Þjórsá í austri og Stóru-Laxá og Hvítá í vestri.   Íbúar voru 520 1. maí 2015. Atvinnu-vegir eru landbúnaður, menntunar- og uppeldisstörf auk iðn- og verslunarstarfa. Ferðaþjónusta fer vaxandi. Náttúrufegurð er mikil, félagslíf og mannlíf, blómlegt.  Skrifstofan í Árnesi er opin  mánud-fimmtud kl. 9-12 og 13-15 og föstud 9-12

Rúlluplastið verður sótt 6. ágúst í Gnúpverjahrepp

Svona rétt til að minna okkur á,  þá nær Íslenska gámafélagið  í rúlluplastið í efri hluta sveitarfélagsins - Gnúpverjahrepp, þann 6. ágúst og neðri hlutann, Skeiðin þann 13. ágúst n.k. Gott er ef um mikið magn er að ræða ef bændur hefðu  tiltæk tæki til þess að aðstoða bílstjórann.      
Merki hreppsins

Álagningarskrá einstaklinga 2015

Álagningarskrá einstaklinga  um opinber gjöld  2015 mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélgasins þegar opnað verður eftir sumarfrí þann 04. ágúst n.k.  og er hún til skoðunar á skrifstofunni til 07. ágúst lögum samkvæmt. Álagningar og innheimtuseðlar eru aðgengilegir á þjónustuvef... meira

Meri í óskilum

Jörp meri á að giska 2-3 vetra fannst ein síns liðs í námunda við Reykholtslaug í Þjórsárdal í gær fimmtudag 16. júlí. Henni hefur verið komið til byggða og er hún í umsjá Bjarna Mássonar í Háholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Ef einhver telur sig vera eiganda hrossins eða getur gefið upplýsinga um... meira

Gnúpverjaafréttur opnar fyrir upprekstur 10 júlí n.k.

Gnúpverjaafréttur - upprekstur Afrétturinn opnar 10. júlí til upprekstrar. Æskilegt er að flutningur fjárins fari fram  á fleiri en færri dögum svo það nái að dreifa sér um afréttinn en bunkist ekki á lítið svæði fyrstu dagana. Heilmikið hefur gerst í gróðurfarinu síðustu daga. Gróður er orðinn... meira

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 6. júlí  og vinna hefst aftur þriðjudaginn 4. ágúst n.k. Símar í Áhaldahúsi eru 486-6118 og 893-4426.    Ef  erindi eru mjög brýn skala hafa samband við oddvita  895-8432 eða sveitarstjóra 861-7150.  Netf. skeidgnup@skeidgnup.is... meira