Velkomin á vef Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Hreppurinn liggur austast  í Árnessýslu, ofanverðri, með Hofsjökul í norðri, Flóa í suðri, Þjórsá í austri og Stóru-Laxá og Hvítá í vestri.   Íbúar voru 540 1. apríl 2014. Atvinnu-vegir eru landbúnaður, menntunar- og uppeldisstörf auk iðn- og verslunarstarfa. Ferðaþjónusta fer vaxandi. Náttúrufegurð er mikil, félagslíf og mannlíf, blómlegt.  Skrifstofan í Árnesi er opin  mánud-fimmtud kl. 9-12 og 13-15 og föstud 9-12

Í fótspor Daða og Ragnheiðar - pílagrímaganga 18.-20. júlí

Pílagrímaganga úr Hreppum  á Skálholtshátíð 18.-20.  júlí 2014   Í fyrra var efnt til pílagrímagöngu um Hreppana og til Skálholts og endað þar á Skálholtshátíð. Í ár verður gangan endurtekin og heldur í bætt. Rifjuð verður upp saga Daða Halldórssonar og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskups í... meira

Opnunartími skrifstofu

Skrifstofa sveitarfélagsins lokar frá og með mánudeginum 7. júlí og  til og með 4. ágúst vegna sumarleyfa. Ef mikið liggur við er sími Kristófers sveitarstjóra 861-7150 kristofer@skeidgnup.is og sími Skafta oddvita 895-8432 oddviti@skeidgnup.is Áhaldahúsmenn eru í  síma 893-4426  á meðan. Lilja... meira

Nefndir og nefndafulltrúar

Á fyrstu fundum nýrrar sveitarstjórnar hefur verið skipað í nefndir á vegum sveitarfélagsins. Hér fylgir listi yfir þær nefndir sem eru starfræktar í sveitarfélaginu ásamt nefndafulltrúum. Yfirlit yfir nefndir og nefndafulltrúa verður gert aðgengilegra á vefnum innan tíðar. Verið er að yfirfara... meira

Opnunartími Gámasvæða 2014

Gámasvæði eru opin  sem hér segir. Árnes þriðjudaga kl. 14:00 - 16:00 laugardaga kl. 10:00 - 12:00   Brautarholt: miðvikudaga kl. 14:00 - 16:00   laugardaga kl. 13:00 - 15:00    Hægt er að fara með garðaúrgang og afklippur trjáa í Skaftholt alla daga að deginum til.  

Bókanir í fjallaskála í júlí 2014

Skrifstofa sveitarfélagsins  lokar frá og með  7. júlí   -  til og með 4. ágúst   og  á meðan  sér Lilja Loftsdóttir  um bókanir og afgreiðslu á  fjallaskálunum  Gljúfurleit, Bjarnarlækjarbotnum og Tjarnarveri í síma 847-8162 / brunir@simnet.is Hafið samband við hana með lykla, staðfestingar á... meira