Velkomin á vef Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Hreppurinn liggur austast  í Árnessýslu, ofanverðri, með Hofsjökul í norðri, Flóa í suðri, Þjórsá í austri og Stóru-Laxá og Hvítá í vestri.   Íbúar voru 524 1. september 2014. Atvinnu-vegir eru landbúnaður, menntunar- og uppeldisstörf auk iðn- og verslunarstarfa. Ferðaþjónusta fer vaxandi. Náttúrufegurð er mikil, félagslíf og mannlíf, blómlegt.  Skrifstofan í Árnesi er opin  mánud-fimmtud kl. 9-12 og 13-15 og föstud 9-12

Frumkvöðladagur Uppsveitanna

Frumkvöðladagur Uppsveitanna. Verður haldinn fimmtudaginn 12. mars kl. 13:00-17:00 Dagurinn er haldinn í samstarfi sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu og markmiðið er að stuðla að nýsköpun og hvetja hugmyndaríkt fólk til dáða. Hugað verður að því hvernig má komast frá hugmynd til framkvæmdar.... meira
Merki hreppsins

Sveitarstjórnarfundur nr. 11 Miðvikudag 4. mars 2015

  Árnesi . 01.mars 2015 Fundarboð Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 04.mars 2015  kl. 14:00.   Dagskrá:                 Mál til umræðu og umfjöllunar Fulltrúar Þjórsárdalslaugar ehf. Áform um uppbyggingu við Reykholtslaug í Þjórsárdal Fulltrúar... meira

Fundur um Nýja Ölfusárbrú 26 febrúar kl 20:00

Hvar á ný Ölfusárbrú að vera. Verslunarmannafélag Suðurlands boða til opins fundar fimmtudagskvöld 26 febrúar kl 20:00 Austurvegi 56 Selfossi. Þar verða rædd málefni nýrrar Ölfusárbrúar og staðsetning hennar Frummælendur : Guðmundur Valur Guðmundsson verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni Svanur... meira
Merki hreppsins

Gaman saman 14 febrúar 2015

Fjölskylduviðburðurinn ,,Gaman saman" verður haldinn laugardaginn 14 febrúar í Árnesi og Þjórsárskóla Kl 13:00 Setning hátíðarinnar Kl 13:20 Fyrirlestur Jóhanns Inga ,, Að vinna saman sigra " ( Í Þjórsárskóla) - Kynning á ungliðabjörgunarsveitinni Vindi (í Þjórsárskóla) - Sprell á vegum... meira

Fréttabréf febrúar 2015

Nú er fréttabréf febrúar komið út. Minni á GAMAN SAMAN daginn þann 14. febúar á sjálfan Valentínusardaginn.  Þá getur fólk skemmt sér við að taka í spil, fara á fundi, hestamannamót, ný uppskrift er með og margt fleira.