Velkomin á vef Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Hreppurinn liggur austast  í Árnessýslu, ofanverðri, með Hofsjökul í norðri, Flóa í suðri, Þjórsá í austri og Stóru-Laxá og Hvítá í vestri.   Íbúar voru 524 1. september 2014. Atvinnu-vegir eru landbúnaður, menntunar- og uppeldisstörf auk iðn- og verslunarstarfa. Ferðaþjónusta fer vaxandi. Náttúrufegurð er mikil, félagslíf og mannlíf, blómlegt.  Skrifstofan í Árnesi er opin  mánud-fimmtud kl. 9-12 og 13-15 og föstud 9-12

Þjórsárskóla veitt Art viðurkenning

Miðvikudaginn 17. desember veitti Art teymi Suðurlands sem skipað er þeim Kolbrúnu, Sigríði og Bjarna, Þjórsárskóla ART vottun. Allir umsjónarkennarar skólans hafa nú lokið réttinda námskeiði í  ART.  Art tímar eru nú fastir liðir á stundatöflum nemenda, starfsfólk skólans hefur fengið kynningu, og... meira

Ágætu Sunnlendingar athugið !

Skrifstofur Sýslumannsins á Suðurlandi á Selfossi, Hvolsvelli, Vík og Höfn verða lokaðar 2. janúar 2015 vegna uppfærslu tölvukerfa o.fl. 5. janúar má búast við skertri þjónustu. Vinsamlega athugið að frá og með 1. janúar 2015 breytist heiti og kennitala embættisins, og nefnist það þá Sýslumaðurinn... meira
Merki hreppsins

Útsvar og fasteignagjöld 2015

Útsvarshlutfall árið 2015 er  14,48 % - óbreytt frá árinu 2014.  ( Samþykkt á 08. fundi sveitarstjórnar 03.12.2014) Fasteignagjöld árið 2015 Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis eins og skilgreint í 3.gr. í lögum nr.4/1995 verður 0,50% af heildar fasteignamati. Fasteignaskattur af opinberum byggingum... meira
Merki hreppsins

Gamla heimasíða Skeidgnup.is aðgengileg

Hér er hægt að nálgast upplýsingar á gömlu heimasíðu  skeidgnup.is http://wayback.vefsafn.is/wayback/20131102054223/http://www.skeidgnup.is

Jólaball kvenfélaganna í Brautarholti 27. des. kl. 14:00

Jólaball kvenfélaganna í Skeiða og Gnúpverjahreppi verður haldið í Brautarholti laugardaginn 27. desember. kl. 14:00. Sr. Óskar H. Óskarsson segir jólasögu. Gulla Ólafs og Stebbi Þorleifs sjá um söng og tónlist. Kaffi og smákökur á borðum og kátir sveinkar kíkja vonandi líka til okkar Aðgangseyrir... meira