Kjörfundur 9. janúar í Bókahúsinu Brautarholti kl. 10- 18

Brynkabolli og minnisvarði á Minna-Núpi
Brynkabolli og minnisvarði á Minna-Núpi

Kosning um nafn á sveitarfélagið verður þann 9. janúar í Bókahúsinu Brautarholti. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 18:00. Hafið skilríki tiltæk á kjörstað. Hægt er að kjósa utan kjörfundar á opnunartímum skrifstofunnar í Árnesi fyrstu viku ársins þ.e. mánudag - fimmtudags kl. 09 -12 og 13-15 og föstudaginn 8. jans kl. 9- 12. Örnefnanefnd hefur kveðið upp úrskurð um hver þeirra átta nafna sem tillögur bárust um sé heimilt að nota. Einu nafni var hafnað, Vörðubyggð.

Tillögurnar sem kosið verður um eru því eftirtaldar: Eystribyggð · Eystrihreppur · Skeiða- og Gnúpverjahreppur · Þjórsárbakkar · Þjórsárbyggð · Þjórsárhreppur  og  Þjórsársveit.