Hvað á að gera við textíl?

FENUR merki textíls
FENUR merki textíls

Eins og flestir hafa tekið eftir, hafa textílgámar Rauða krossins, sem voru í Árnesi og Brautarholti, verið fjarlægðir. Ástæðan var sú að Rauði Krossin sá sér ekki fært lengur að safna textíl allstaðar og safnar nú einungis í gáma sína á einum stað í Reykjavík. 

Eftir mikil heilabrot um hvað sé best að gera, hefur sveitarfélagið ákveðið að fara í smá tilraunaverkefni sem snýst um að biðla til íbúa okkar að flokka textílinn í annarsvegar nothæft og hinsvegar ónothæft. Ef vel tekst til, standa vonir til þess að við náum að koma öllum nothæfum textíl í endurnotkun eða endurvinnslu en það byggist að sjálfsögðu á því að notendur þjónustunnar séu samviskusamir og skili ekki inn í nothæfa flokkinn neinu sem ekki er nothæft. 

Bæði ónothæfan og nothæfan textíl þarf því að koma með á gámasvæðið í Árnesi á opnunartíma. Nothæfan textíl má skila endurgjaldslaust í sérstakan gám en hitt þarf að fara í gám merktum ónothæft og þarf að greiða fyrir að skila og fylgir það gjaldskrá eins og almennt sorp. 

Frekari upplýsingar um hvert þessir tveir flokkar fara veitir starfsfólk á gámsvæðinu, en örlitlar leiðbeiningar um hvað er ónothæft og hvað nothæft má finna hér