Fréttir

Grilli og varðeld frestað vegna veðurs

Sameiginlegu grilli í Félagsheimilinu í Árnesi og brennu á bökkum Kálfár, sem vera átti í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs. 

Dagskrá Upp í Sveit hátíðarhalda 17. – 19. júní 2022

Þjóðhátíðardagskrá 17. júní - Brautarholti

Frá kl. 11.30  Pizzavagninn og íssala 9. bekkjar Flúðaskóla verður á  staðnum, ærslabelgurinn uppblásinn og pannavöllurinn klár (bolta þarf þó að koma með sjálfur)

Kl. 12.30        Koddaslagur í sundlauginni – allir hvattir til að taka þátt

Gleði Gaukur upp í sveit

Þá er kominn út júní Gaukur, með dagskrá sumarhátíðarinnar Upp í sveit   sem framundan er dagana 17. - 19. júní. Þar má líka finna göngudagskrá sumarsins, smá um kirkjur, smá um hestamennsku og svo auðvitað eitthvað smá um ruslið eins og venjulega og margt fleira. Vegna hátíðarinnar verður Gauknum dreift á pappírsformi á öll heimili að þessu sinni svo allir geti smellt dagskrá Upp Í Sveit á ísskápinn hjá sér. Gauknum er svo auðvitað dreift um alla heimsbyggðina hér á internetinu og hann má finna hér.

1. sveitarstjórnarfundur

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  1 júní, 2022 klukkan 16:00.

Dagskrá

Mál til umræðu:

Neslaug lokuð miðvikudag og fimmtudag

Neslaug verður lokuð miðvikudaginn 1. júní og fimmtudaginn 2. júní vegna viðgerða.

Lausar stöður í Leikholti

Tvær stöður eru lausar í Leikholti næsta haust - frekari upplýsingar má finna hér fyrir neðan

Stækkun tjaldsvæðis í Árnesi

Nú rétt í þessu hófust framkvæmdir við stækkun tjaldsvæðisins í Árnesi, í þessum fyrsta áfanga stækkunar verður sléttað úr svæðinu til suðurs frá núverandi tjaldsvæði. 

Lausar lóðir í smábýlabyggð við Árnes

Nautavað 1: Lóðin er 34.512 mað stærð

Nautavað 3: Lóðin er 41.778 mað stærð

Næsti Gaukur

Nú nálgast júní óðfluga og þá er komið að næsta Gauk. Eins og áður hefur komið fram í Gauknum er sveitahátíðin Upp í sveit á dagskrá dagana 17. - 20. júní nk og að því tilefni verður júní Gaukurinn  sendur heim á pappír á hvert heimili í sveitarfélaginu með dagskrá og frekari upplýsingum um hátíðina. Gaukurinn kemur því næst út föstudaginn 3. júní og þarf aðsent efni í hann þarf að berast í netfangið hronn@skeidgnup.is fyrir miðvikudaginn 1. júní næstkomandi.

Minnum á vorhreingerninguna

Þar sem allt er að verða svo fallega grænt og gróandi í loftinu þá minnum við á vorhreinsunina - hvetjum alla til að taka hlaðið í gegn og rölta með vegum í nágreninu, tína upp það sem fokið hefur til í vetur. Dagana 15. maí til 16. júní er hægt að fá járnagáma heim á bæi, í tvo daga í senn, án endurgjalds. Nú þegar hafa allnokkrir fengið slíka gáma heim og tekið til hendinni.  Hægt er að óska eftir gám með því að hringja eða senda póst á skrifstofu sveitarfélagsins.