Skipulagsauglýsing

Aðalskipulagsbreyting – uppdráttur

  1. Brjánsstaðir lóð 4 L213014; Hádegishóll; Þjónustuhús auk þyrpingu gistihúsa; Aðalskipulagsbreyting – 2301064

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. febrúar 2023 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til Brjánsstaða lóð 4, L213014. Í breytingunni felst að skilgreint verði verslunar- og þjónustusvæði á viðkomandi lóð.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is.

Málið er skipulagsmál í kynningu frá 2. mars 2023 með athugasemdafrest til og með 24. mars 2023.