Íbúafundur um þróun byggðar í Árnesi

Árnes
Árnes

Framundan er mikil vinna við að skipuleggja hvernig byggðin í Árnesi mundi þróast enda fyrirséð að uppbyggin og eftirspurn eftir húsæði þar muni verða mjög mikil á næstu árum. Aðeins örfáar einbýlishúsalóðir eru lausar þar núna og þörf á að teikna inn mun meiri byggð en er þar núna. 

Hvernig viljum við að byggðin þar þróist?  Hvar viljum við hafa þjónustuna og hvar viljum við hafa grænu svæðin?

Mikilvægt er að heyra sem flestar skoðanir áður en ráðist verður í nýtt skipulag - við hvetjum því alla til að mæta í Árnes þriðjudagskvöldið 14. mars nk. kl. 20.00