Framúrskarandi árangur í Stóru upplestrarkeppninni

Þjórsárskóli átti tvo nemendur í stóru upplestrarkeppninni; þá Eyþór Inga og Véstein og unnu þeir 1. og 3. sætið í kepnninni sem fram fór þriðjudaginn 25. maí sl. Þátttakendur í Stóru upplestrarkeppninni eru nemenda í Þjórsárskóla, Flúðaskóla, Flóaskóla og Bláskógaskóla í Reykholti og Laugarvatni. Tveir nemendur 7. bekkjar úr hverjum skóla tóku þátt í keppninni. Þar var Eyþór Ingi sem lenti í 1. Sæti og Vésteinn sem lenti í 3. sæti.

Rof á ljósleiðarasambandi milli Árness og Brautarholts

Um þessar mundir er unnið að uppfærslu búnaðar við ljósleiðara í Árnesi og Brautarholti. Sú uppfærsla gerir Vodafone kleift að bjóða notendum 1Gb ljósleiðaratengingar en núverandi búnaður býður aðeins upp á 100 MB tengingar. 

62. fundur sveitarstjórnar 19. maí 2021

62. Sveitarstjórnarfundur

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjarhrepps

í Árnesi 19. maí 2021 kl. 16.00

Dagskrá

Fundargerðir til kynningar:

Mál til kynningar:

Fundir framundan

Gaukur maímánaðar

Maí Gaukurinn er loksins tilbúinn og má finna hér

Lumar þú á pistli, hugvekju, auglýsingu eða skemmtilegum upplýsingum?

Stefnt er að útgáfu maí tölublaðs Gauksins föstudaginn 15. maí. Ef þið lumið á efni sem þarf að komast í blaðið má gjarnan koma því til þjónustufulltrúans fyrir fimmtudaginn 14. maí á netfangið hronn@skeidgnup.is

Breyttur tími á sundleikfimi eldri borgara

Ákveðið hefur verið að breyta tímasetningum á sundleikfimi eldri borgara. Tímarnir sem hingað til hafa verið á fimmtudögum hafa verið færðir yfir á mánudaga kl. 16.30 og verða áfram í Skeiðalaug. Fyrsti mánudagstíminn er í dag mánudaginn 10. maí og svo næstu tvo mánudaga eftir það (síðasti mánudaginn 31. maí)

Óvissustigi almannavarna lýst yfir vegna hættu á gróðureldum

„Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vesturlandi, Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum.

Svæðið sem um er að ræða nær frá Eyjafjöllum að sunnanverðu Snæfellsnesi. Þessi ákvörðun er byggð á því að lítið hefur rignt þessu svæði undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði.

61. fundur Sveitarstjórnar 5. maí 2021

Árnesi, 30 apríl, 2021

61. Sveitarstjórnarfundur

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  5 maí, 2021 klukkan 16:00.

Minnum á umsóknarfrest um starf í vinnuskóla Sveitarfélagsins

Ungmennum með lögheimili í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fædd 2006 og 2007 gefst kostur á að starfa í Vinnuskóla sveitarfélagins í sumar.   Vinnuskólinn hefst 7. júní og stendur í um það bil 9 vikur eða til og með 5. Ágúst.  Unnið verður fjóra daga í hverri viku, mánud.—fimmtud. Kl. 08:00 - 14:00. Skylt er þó að taka frí eina viku á tímabilinu.   Hámarksfjöldi vinnufólks í einu er átta. Ef fjöldi vinnufólks verður meiri, verður starfstíminn skipulagður með það í huga. Í ágúst gefst þeim kostur sem hafa áhuga, að vinna eftir samkomulagi.  Heitur matur er framreiddur í hádeginu en koma þarf með nesti í kaffitíma fyrir hádegi. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Skráning fer fram hjá Hrönn Jónsdóttur á skrifstofu, netfang hronn@skeidgnup.is sími 486-6100

Gámasvæðið lokað 1. maí

Gámasvæði Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi og Brautarholti verða lokuð laugardaginn 1. maí sem er frídagur verkafólks.  Góða helgi.