- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Kvenfélag Skeiðahrepps færði leikskólanum Leikholti eldstæði og fullt af fylgihlutum að gjöf þann 8. september sl.
Nú verður leikur einn hjá þeim að njóta enn frekar útiveru og skemmtilegra stunda þar sem hægt er að kveikja eld og baka lummur, poppa, hita kakó eða elda hádegismatinn úti. Meðfylgjandi eru myndir af krökkunum í Leikholti að prufa eldhúsið.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands, um er að ræða haustúthlutun 2021. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileyka atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi.
- Pistill sveitarstjóra úr Gauknum -
Á fundi sveitarstjórnar 11. ágúst sl. var tekinn fyrir úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins vegna álagningar gatnagerðargjalda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Mig langar aðeins til að útskýra í stuttu máli hvað fólst í úrskurðinum og þá niðurstöðu sem sveitarstjórn komst að.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 10. ágúst 2021 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi að Kílhrauni. Í breytingunni felst að heimilt verði að reisa geymslu, svefnhús eða gróðurhús allt að 70 m2 í stað 25 m2 samkvæmt núverandi skilmálum.
Frá sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps:
Kjörskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna Alþingiskosninga 25. september 2021 mun liggja frammi á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá 15. september nk. Skrifstofan er sem áður opin frá 9 - 12 alla virka daga og á milli 13-14 mánudaga - fimmtudaga.
Félagsmiðstöðin Zero óskar eftir starfsfólki til að starfa með forstöðumanni á fimmtudagskvöldum þegar að félagsmiðstöðin er opin.
Umsækjandi verður að vera orðin 18 ára og sýna jákvæðni, sveigjanleika og lipurð í samskiptum. Virk þátttaka ungmenna í félagsstarfi er til þess fallin að auka félagslega hæfni, þroska og jákvæða sjálfsmynd þeirra. Því er mikilvægt að starfsfólk geti skapað andrúmsloft þar sem allir séu boðnir velkomnir í félagsmiðstöðvastarfið á eigin forsendum.
Leikskólinn Leikholt auglýsir eftir starfskrafti í eldhús/ræstingar. Um er að ræða 90% starf með vinnutímann 9:00-16:00, þar sem tekið er á móti matnum sem kemur í frá Árnesi, framreitt og gengið frá, einnig er húsið ræst. Laun samkvæmt kjarasamningum. Starfsmaður þarf að geta byrjað að vinna frá og með 20. september en möguleiki er að byrja að vinna fyrr.
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í Árnesi 15. september 2021 klukkan 14:00.
Dagskrá
Mál til umræðu: