Atvinnustefna 2017-2019

Lagning ljósleiðara árið 2011
Lagning ljósleiðara árið 2011

Atvinnustefna Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2019 sem  unnin  var af Atvinnu- og samgöngumálanefnd sveitarfélgsins er  HÉR  - Í henni  gefur að líta  markaða stefnu í atvinnumálum  í sveitarfélaginu fyrir þrjú ár.

 

Ávarp oddvita. 

Atvinnustefna Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2019 birtist í þessu plaggi. Eftir ýmsa króka og beygjur kemur hér faglega unnin stefna byggð á hugmyndum íbúa sett í form af atvinnumálanefnd. Þetta er hófstillt en þó framsækin atvinnustefna. Hún byggir á því sem við höfum gert, á styrkleikum okkar og jafnframt varpar hún ljósi á veikleika okkar. Þannig getum við bætt okkur. Mikið er lagt upp úr mælanleika árangurs en það er forsenda þess að við getum gert okkur grein fyrir árangri. Margir hafa átt aðkomu að gerð atvinnustefnunnar en að öðrum ólöstuðum hefur atvinnumálanefnd, núverandi og fyrrverandi meðlimir, átt þar drýgstan hlut. Færi ég öllum bestu þakkir fyrir.