51. sveitarstjórnarfundur 15. nóv í Árnesi kl. 14:00

Boðað er til 51. fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps Árnesi miðvikudaginn 15. nóvember 2017  kl. 14:00.

Dagskrá:

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.      Fjárhagsáætlun 2018-2021. Umfjöllun.

2.      Gjaldskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2018.

3.      Rauðikambur ehf. Samingar um landsvæði í Þjórsárdal.

Tvisvar í sömu fötum ! Er það í lagi ? Fyrirlestur í Árnesi

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og framkvæmdarstjóri Umhverfisráðgjafar Íslands ehf, Environice flytur fyrirlestur um fatasóun laugardaginn 11. nóvember kl.14:00 í Árnesi. 

Hann fer yfir umhverfisáhrifin sem fataframleiðsla hefur í för með sér og endurnýtingu á textílvörum.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur í Útsvari í Sjónvarpinu 10. nóv.

Skeiða-og Gnúpverjahreppur keppir í Útsvari á föstudaginn 10. nóv. á móti Dalvíkurbyggð. Anna Kristjana Ásmundsdóttir, Stóru-Mástungu 1, Bjarni Rúnarsson, Reykjum  og Steinþór Kári Kárason frá Háholti taka þátt í leiknum  og við hvetjum sem flesta að mæta í sjónvarpið að sjálfsögðu og styðja okkar fólk. Þar er nóg pláss keppnin hefst kl 20:00. Mæting í salinn ekki síðar en kl 19:30. Möguleiki ér á hópferð, Hafið samband við Kiddu eða Kristófer með það fyrir kl 13:00 föstudag. 

Látið vita ef vantar að bora holur fyrir lífræna úrganginn

Þeir sem hafa  fengið boraðar holur fyrir lífræna úrganginn  hér í sveitarfélaginu eru góðfúslega beðnir um að láta vita á skrifstofuna í síma  486-6100 eða kidda@skeidgnup.is  ef vantar að gera nýjar  fyrir veturinn. -  Bendum einnig á að gott er að hella "ensími"  ofan á úrganignn í holunni  (fæst í Árborg) það flýtir  mikið fyrir rotnun, þá endast þær mun lengur.

Umsagnir og athugasemdir við frummatsskýrslu

Á kynningartíma frummatsskýrslu vegna Hvammsveikjunar um áhrif á ferðaþjónustu og útivist bárust 6 umsagnir og 35 athugasemdir frá almenningi og fálagasamtökum  Lesið hér.
 

Kjörfundur í Þjórsárskóla 28. október kl. 10 - 22

Kjörfundur  vegna Alþingiskosninga fer fram laugardaginn 28. október. Kjörfundur hefst kl. 10:00  og lýkur  22:00. Kosið verður í Þjórsárskóla. Kjósendur eru minntir á að hafa með sér persónuskilríki  með mynd  og framvísa ef óskað er. 

Kjörstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps.

Fréttabréf októbermánaðar komið út

Fréttabréf  októbermánaðar er komið út. LESA HÉR   Fréttir, fundarboð, augýsingar og ýmislegt fleira ásamt skemmtilegum myndum af börnunum í gunn- og leikskóla og heimsókn kvenna í Búrfellsstöð.

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að endurskoðun eftirfarandi aðalskipulagsáætlana áður en þær verða teknar til afgreiðslu í sveitarstjórn:

Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Heildarendurskoðun

Listrými - Myndlist fyrir alla - námskeið í heimabyggð

Myndlistarnámskeið Listrýmis í Listasafni Árnesinga hófust haustið 2015 og hafa verið í stöðugri þróun til að koma til móts við óskir og þarfir samfélagsins á Suðurlandi. Markmiðið er að bjóða upp á námskeið í hinum ýmsu greinum myndlistar, í heimabyggð og fyrir alla.

Evrópski menningarminjadagurinn 14. október

Í tilefni af evrópska menningarminjadeginum 2017 sem ber yfirskriftina Maður og náttúra verður tekið á móti gestum á milli kl 12 og 16 þann 14. október í Laugarvatnshellum í Bláskógabyggð. Hellarnir tveir hafa verið höggnir í móberg í Reyðarbarm ofan Laugarvatnsvalla, miðja vegu milli Laugarvatns og Þingvalla. Hellarnir hafa í gegnum tíðina verið í alfaraleið á milli Suður- og Vesturlands og hafa löngum verið notaðir sem áningarstaður, afdrep fyrir gangnamenn og sem fjárhellar. Í upphafi 20. aldar hóf fólk fasta búsetu í hellunum og bjuggu þar tvær fjölskyldur hvor á eftir hinni og ráku meðal annars greiðasölu. Kristján X Danakonungar fékk þar í Íslandsheimsókn sinni árið 1921 skyr með rjóma hjá Vigdísi Helgadóttir húsfreyju. Mögulega hefur fólk hafist við í hellunum í fyrndinni en um það er erfitt að fjölyrða.