Tvisvar í sömu fötum ! Er það í lagi ? Fyrirlestur í Árnesi

Tvisvar í sömu fötin... er það í lagi?
Tvisvar í sömu fötin... er það í lagi?

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og framkvæmdarstjóri Umhverfisráðgjafar Íslands ehf, Environice flytur fyrirlestur um fatasóun laugardaginn 11. nóvember kl.14:00 í Árnesi. 

Hann fer yfir umhverfisáhrifin sem fataframleiðsla hefur í för með sér og endurnýtingu á textílvörum.

Á sama tíma verður opinn skiptimarkaður fyrir föt og skó af öllu tagi. Gott tækifæri til að taka til í skápum og skúffum, koma með það sem ekki þarf að nota heima og taka heim með sér föt sem annar gat ekki notað. Einfalt ! Það sem ekki gengur út verður afhent Rauðakossinum og hefur verið haft samband við deild Rauðakrossins í Árnessýslu um verkefnið.

Kaffiveitingar í boði og opið verður til kl. 16.30.

·         Fatasóun er stórt vandamál sem varðar okkur öll.

·         Er samfélagslegur þrýstingur á að endurnýja fataskápinn reglulega?

·         Æskilegt er að við kaupum minna af fötum og nýtum þau betur og lengur. Alltof algengt er að föt séu notuð sjaldan og hent.

·         Rauði Kross Íslands tekur við öllu taui, líka ónýtu. Líklega verður Rauði Krossinn af um 160-170 milljónum króna ár hvert vegna textílvöru sem fer í ruslið.

Tískan, er hún harðstjóri?  Þurfum við að fylgja henni?

Vinna börn 12 tíma eða meira á sólarhring við framleiðslu á fatnaði sem við svo hendum?

                                  Umhverfisnefnd

                            Skeiða- og Gnúpverjahrepps.