Grá hryssa í óskilum að Reykjum á Skeiðum.

Þessi hryssa er ca 10 vetra, ekki verið á járnum í sumar og  mjög spök. Hefur verið í högum Reykja um þó nokkurn tíma. Hún gæti hafa verið fædd  brún, þar sem aðeins vottar fyrir litnum í faxi og tagli og hún er frekar nett.  Eigandinn er góðfúslega beðinn um að vitja hennar og getur hringt í síma 486-6100 og fengið nánari upplýsingar. 

Lögreglustjóri með fríðu föruneyti

Sjálfur Lögreglustjórinn á Suðurlandi Kjartan Þorkelsson heimsótti sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps  miðvikudaginn 4 janúar. Með honum í för var Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi og Víðir Reynisson verkefnastjóri í Almannavörnum á Suðurlandi. Þeir félagar munu sækja allar sveitarstjórnir á Suðurlandi í á yfirstandandi vetri. Þeir greindu frá helstu verkefnum. Meðal annars  var rætt um umferðareftirlit og átak gegn heimilisofbeldi. Komið var inn á skyldur sveitarstjórnarmanna samkvæmt Almannavarnarlögum.

Gleðilegt ár allir Íslendingar

 Sveitarstjórn og starfsfólk skrifstofu Skeiða - og Gnúpverjahrepps færir íbúum Skeiða - og Gnúpverjahrepps og Íslendingum öllum til sjávar og sveita bestu óskir um farsæld á árinu 2017.  Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem var að kveðja.

Allt bendir til að  árið 2017 verði okkur gott.