Bækur og staðir: Stóri-Núpur og Minni-Núpur

Hér gefur að líta umfjöllum Egils Helgasonar í Kiljunni um þá nágranna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sr. Valdimar Briem á Stóra-Núpi og Brynjúlf Jónsson, fræðimann á Minna-Núpi.         Sjá hér 

Kjörsókn 84,4 % í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Kjörfundi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi lauk kl 21:00 í kvöld. Ekki verður annað sagt en íbúar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafi nýtt kosningaréttinn vel. Á kjörskrá voru 385 af þeim kusu 325 eða 84,4 %.

Sveitarstjóri 

Bækur og staðir: Stóri-Núpur og Minni-Núpur

Hér gefur að líta umfjöllum Egils Helgasonar í Kiljunni um þá nágranna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sr. Valdimar Briem á Stóra-Núpi og Brynjúlfur Jónsson á Minna-Núpi.        Sjá hér 

Þjórsárskóla vantar kennara í 50% starf sem allra fyrst

Í Þjórsárskóla vantar kennara í 50% starf vegna veikinda, þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. 2016. Nánari upplýsingar um starfið  veitir Bolette Høeg Koch í síma 895-9660 

Lífsgæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Hér gefur að líta myndband um lífið í Skeiða- og Gnúpverjahreppi  spila hér.   Og nú er það í fullum gæðum. Sjón er sögu ríkari.  Verið velkomin til búsetu hjá okkur.  Í Árnesi eru 12 einbýlishúsalóðir lausar og þrjár parhúsalóðir og þrjár parhúsalóðir eru  lausar á  Brautarholti. Góðir skólar eru í sveitarfélaginu, grunnskóli upp í 7. bekk og gjaldfrjáls leikskóli,  tvær sundlaugar, blómlegt mannlíf og mikil náttúrufegurð.

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: 

Kjörfundur haldinn í Þjórsárskóla þann 29.10. 2016 - kl. 10 - 21

Kjörfundur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi  vegna Alþingiskosninga þann 29. október 2016, fer fram í Þjórsárskóla. Kjörfundur hefst  kl 10.00 og stendur til kl 21.00 Kjósendur eru minntir á að hafa persónuskilríki með mynd meðferðis, til að gera grein fyrir sér þegar þeir greiða  atkvæði.

          __________       ___________     ____________

Fréttabréf október er komið út

Fréttabréfið er komið út og það má lesa hér  Stútfullt af fréttum og auglýsingum ásamt uppskriftum og greinum.

Kjörfundur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í Þjórsárskóla

Kjörfundur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi  vegna Alþingiskosninga þann 29. október 2016, fer fram í Þjórsárskóla. Kjörfundur hefst  kl 10.00 og og stendur til kl 21.00 Kjósendur eru minntir á að hafa persónuskilríki með mynd meðferðis, til að gera grein fyrir sér þegar þeir greiða  atkvæði.

Brúnstjörnóttur hestur í óskilum í Borgarkoti á Skeiðum

Brúnstjörnóttur, spakur, fullorðinn hestur  í óskilum í Borgarkoti á Skeiðum síðan um réttahelgina eða 17. september. Flóabændur  líti yfir stóð sín þar sem þeir fóru margir ríðandi framhjá þann dag.  Eigandi er beðinn um að sækja hann. Hafið samband við Ann í síma 486-5558 eða 861-7458.