Lífsgæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Rjúpan íslenskur fugl
Rjúpan íslenskur fugl

 Myndband um lífið í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var gert á dögunum sem hægt er að spila hér.   Og nú er það í fullum gæðum. Sjón er sögu ríkari.  Verið velkomin til búsetu hjá okkur.  Í Árnesi eru 12 einbýlishúsalóðir lausar og þrjár parhúsalóðir og þrjár parhúsalóðir eru  lausar á  Brautarholti. Góðir skólar eru í sveitarfélaginu, grunnskóli upp í 7. bekk og gjaldfrjáls leikskóli,  tvær sundlaugar, blómlegt mannlíf og mikil náttúrufegurð.

Auglýsingastofan ArticProject   vann þessa auglýsingu fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp  en Atvinnu- og samgöngunefnd  og Menningar- og æskulýðsnefnd útveguðu leikendur og voru tengiliðir við fyrirtækið í vinnunni við gerð auglýsingarinnar.