Enn eitt óveðrið í aðsigi í kvöld. Hugum vel að öllu okkar!

Vindaspáin 21.-22.2 2022
Vindaspáin 21.-22.2 2022

Enn ein lægðin að koma yfir okkur í kvöld, mánudag 21.02. og  frameftir degi á morgun, þriðjudag 22.2. Við biðlum til íbúa að huga vel að sínu og athuga með að bílar séu eins vel staðsettir og  aðgengilegir eins og kostur er í stöðunni!  Sjá veðurspá hér neðar: 

Veðurspáin:

Suðaustan 8-15 m/s fyrri part dags og skúrir eða él, en bjartviðri fyrir norðan. Ört versnandi veður síðdegis. Suðaustan 23-30 m/s á suðurhelmingi landsins í kvöld með talsverðri rigningu, slyddu eða snjókomu og hita 0 til 4 stig. Austan og suðaustan stormur eða rok N-lands kringum miðnætti með snjókomu, skafrenningi og hita nálægt frostmarki.

Snýst í suðvestan og vestan 18-25 m/s með rigningu eða snjókomu S-lands seint í nótt, en N-til í fyrramálið og styttir þá upp á NA-verðu landinu. Hvassast við SV-ströndina í fyrramálið en á Norðurlandi vestra eftir hádegi. Minnkandi suðvestanátt seinnipartinn á morgun með éljum S- og V-lands og kólnar smám saman.
 

Spá gerð: 21.02.2022 12:10. Gildir til: 23.02.2022 00:00.