Evrópski menningarminjadagurinn 14. október
Í tilefni af evrópska menningarminjadeginum 2017 sem ber yfirskriftina Maður og náttúra verður tekið á móti gestum á milli kl 12 og 16 þann 14. október í Laugarvatnshellum í Bláskógabyggð. Hellarnir tveir hafa verið höggnir í móberg í Reyðarbarm ofan Laugarvatnsvalla, miðja vegu milli Laugarvatns og Þingvalla. Hellarnir hafa í gegnum tíðina verið í alfaraleið á milli Suður- og Vesturlands og hafa löngum verið notaðir sem áningarstaður, afdrep fyrir gangnamenn og sem fjárhellar. Í upphafi 20. aldar hóf fólk fasta búsetu í hellunum og bjuggu þar tvær fjölskyldur hvor á eftir hinni og ráku meðal annars greiðasölu. Kristján X Danakonungar fékk þar í Íslandsheimsókn sinni árið 1921 skyr með rjóma hjá Vigdísi Helgadóttir húsfreyju. Mögulega hefur fólk hafist við í hellunum í fyrndinni en um það er erfitt að fjölyrða.