Boðað er til 5. sveitarstjórnarfundar

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  7 september, 2022 klukkan 09:00.

Dagskrá

1. Forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026

Gaukur septembermánaðar

Þá er kominn nýr Gaukur í loftið, hann má finna rafrænt hér  en hann ætti einnig að berast í alla póstkassa sveitarfélagsins í dag.

Lausar kennarastöður í Leikholti

Leikskólinn Leikholt í Brautarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi leitar að drífandi kennurum. Leikskólinn er staðsettur í um 20 mínútna fjarlægð frá Selfossi.

Skipulagsauglýsing

Samkvæmt 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar niðurstaða sveitarstjórnar vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi.

Strengur veiðihús L166685; Skarð 1 og 2 við Stóru-Laxá (svæði AF4); Aðalskipulagsbreyting – 2206009

Fjallskil á Gnúpverjaafrétti 2022

Lagt verður upp í Sandleit miðvikudaginn 31. ágúst. og í eftirsafn  miðvikudaginn. 14. september.

Guðmundur Árnason mun mun stjórna smalamennskum þetta haustið, bæði sem fjallkóngur í fjallsafni og foringi í eftirsafni. Fjallskilasjóður sér fyrir mat og heyi í allar leitir.

Skaftholtsréttir eru föstudaginn 9. september og verður safnið rekið inn kl. 11.00.

Íbúafundur um framtíðarsýn Skeiðalaugar

Þriðjudaginn 23. ágúst kl. 20:00 verður haldinn fundur í Skeiðalaug þar sem rætt verður hvernig við viljum sjá Skeiðalaug til framtíðar og hvaða möguleika við höfum til að efla þjónustu í Brautarholti tengt sundlauginni. Við munum skoða húsnæðið og aðstöðuna sem er til staðar og velta upp ýmsum hugmyndum um hvernig við getum breytt starfseminni.

Boðað er til 4. sveitarstjórnarfundar

4. Sveitarstjórnarfundur

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  17 ágúst, 2022 klukkan 09:00.

Aðstoðarmatráð vantar í mötuneyti Flúðaskóla

Um er að ræða 70% starfshlutfall, í afleysingu næsta skólaár. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og Bárunnar. Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst. Upplýsingar veitir Jóhanna Lilja Arnardóttir skólastjóri; johannalilja@fludaskoli.is

Galli í umsóknarkerfi tómstundastyrkja

Aðeins hefur borið á því að umsóknir um tómstundastyrk, sem sendar eru af heimasíðu sveitarfélagsins, berist ekki. Umsækjandi ætti að fá staðfestingu senda til sín í tölvupósti eftir að hafa sent inn umsókn. Ef staðfesting berst ekki, eða ef fólki fer að lengja eftir styrknum má gjarnan hafa samband í netfangið hronn@skeidgnup.is -eða hringja á skrifstofun í síma 486 6105.

Laust starf ritara hjá UTU

Laust er til umsóknar starf ritara hjá Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita bs.

Um framtíðarstarf er að ræða í 100% starfshlutfalli.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

• Móttaka gagna og skjalaumsjón

• Ráðgjöf og upplýsingagjöf við umsækjendur í síma og tölvupósti

• Samskipti og bréfaskrif við opinberar stofnanir

• Reikningagerð