Börn í Skeiða-og Gnúpverjahrepp hluti af 7% barna á landinu

Samkvæmt skýrslu BSRB eru einungis 7% barna á landinu sem komast í leikskóla við 12 mánaða aldur, þ.e. þegar fæðingarorlofi foreldra lýkur. Það er gaman að segja frá því að börn hér í sveit séu hluti af þessum litla hóp og komist í leikskóla strax við 12 mánaða aldur sé þess óskað. 

Frétt um skýrslu BSRB má finna hér

Stafræn sveitarfélög - samstarfsverkefni

Stafræn umbreyting snýst um umbætur á þjónustu og vinnulagi með tækninýjungum. Þetta er mjög stórt breytingaverkefni bæði fyrir hið opinbera sem og einkageirann en ávinningurinn er að einfalda líf íbúa og bæta skilvirkni og rekstur. Umbætur með hagnýtingu tækninnar auðvelda íbúum að sækja þjónustu, fækka handtökum starfsmanna, auka gagnsæi og rekjanleika og gefa færi á betri nýtingu upplýsinga og gagna.   

Sameiginlegur framboðsfundur

Sameiginlegur fundur listanna þriggja sem bjóða fram í Skeiða-og Gnúpverjahreppi verður haldinn í Árnesi, þriðjudaginn 10. maí kl. 20.00

Framboðin kynna þar stefnumál sín, fólkið á listanum og svara spurningum úr sal.

Lausar stöður kennara í Flúðaskóla

Nokkrar spennandi stöður kennara eru lausar í Flúðaskóla skólaárið 2022-2023 

Frekari upplýsingar má finna hér fyrir neðan

Lokun gámasvæðis

Á fundi sveitarstjórnar þann 5. apríl sl. var ákveðið að loka gámasvæðinu í Brautarholti. Verður gámsvæðinu lokað frá 18. júní nk. Fyrirhugað er að skipuleggja iðnaðarlóðir á svæðinu.

Minnt er á grenndargáma sem eru í Árnesi og í Brautarholti. Þar eru gámar fyrir almennt sorp, málma, gler, plast og pappír. Að auki er fyrirhugað að koma upp þriðju stöð grenndargáma við vegamót að Skeiðháholti. Eru íbúar hvattir til að nota grendargámana við flokkun á sorpi.

Auglýsing um skipulagsmál í Skeiða-og Gnúpverjahrepp

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

Búðanáma E13; Aukið umfang efnistöku; Aðalskipulagsbreyting – 2203049

Laus störf í Þjórsárskóla

Í Þjórsárskóla eru eftirfarandi stöður lausar:

Umsóknafrestur er til 5.maí 2022

Nánari upplýsingar veitir Bolette Höeg Koch skólastjóri sími 895 9660 netfang: bolette@thjorsarskoli.is

Dagur atvinnulífsins á Suðurlandi 28. apríl

Upplýsingar um dagskrá hér fyrir neðan og skráning fer á heimasíðu Árborgar https://www.arborg.is/vidburdadagatal/dagur-atvinnulifsins-a-sudurlandi

Aðstoðarveitustjóri óskast

Bláskógaveita annast rekstur og framkvæmdir við hita- og vatnsveitu Bláskógabyggðar. Veitan tilheyrir framkvæmda- og veitusviði  Bláskógabyggðar og er hluti af mikilvægum innviðum í sveitarfélaginu.

79. fundur sveitarstjórnar

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  27 apríl, 2022 klukkan 14:00.

Dagskrá

Mál til umræðu