Tilkynning frá Afréttarmálanefnd Gnúpverja varðandi Skaftholtsréttir

Kæru íbúar

Í ár líkt og í fyrra verða réttir með óhefðbundnu sniði vegna COVID-19. Í fjárrétttum í ár gildir 300 manna fjöldatakmarkanir og á það við um fullorðna og börn fædd 2015 og fyrr. Börn fædd 2016 og síðar eru undanskilin fjöldatakmörkunum.

Lokanir á starfsstöðvum og vegum vegna rétta

Búast má við umferðartöfum v. fjárrekstrar á Þjórsárdalsvegi frá hádegi og fram eftir degi fimmtudaginn 9. september, allt frá Búrfelli og niður í Fossnes.

Þjórsárdalsvegur verður lokaður á milli Bólstaðar og Sandlækjarholts frá kl. 16 - 18 föstudaginn 10. september vegna fjárrekstrar og búast má við umferðartöfum fyrir ofan og      neðan þetta svæði þann dag.

Deiliskipulag fyrir Stöng og Gjánna

Nýtt deiliskipulag fyrir Stöng og Gjánna í Þjórsárdal hefur tekið gildi. Skipulagssvæðið er í tvennu lagi, annars vegar Stöng og nágrenni og hins vegar Gjáin. Fyrirhugað er að stækka núverandi hús, sem byggt var yfir rústir Stangarbæjarins. Sunnan Rauðár hafa verið útbúin bílastæði, gerð göngubrú yfir Rauðá, áningarstaður norðan hennar og stígur fyrir hreyfihamlaða að Stangarbænum. Salernishús og geymsla verða byggð við bílastæðið.

Fjallskil á Gnúpverjaafrétti 2021

Lagt verður upp í sandleit miðvikudaginn 1. september og í eftirsafn miðvikudaginn 15. september. Fjalldrottning er Lilja Loftsdóttir í fjallsafni og foringi í eftirsafni Arnór Hans Þrándarson. Fjallskilasjóður sér fyrir mat og heyi í allar leitir. 

Skaftholtsréttir eru föstudaginn 10. september og verður safnið rekið inn kl.11.00 - Eftir að búið er að draga fyrsta innrekstur verður gert 30 mínútna kaffihlé og næsti rekstur rekinn inn eftir það.

Tímabundið leyfi til hreinsunar og niðurrifs asbests

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur gefið út tímabundið starfsleyfi til hreinsunar og niðurrifs asbests í íbúðarhúsi í Breiðanesi, Skeiða og Gnúpverjahrepp. Starfsleyfið gildir frá 20. september - 20. október 2021. Athugasemdir við starfsleyfið þurfa að berast fyrir 15. september 2021

Starfsleyfið sem nú er auglýst má finna hér

Laus staða leikskólakennara í Leikholti

66. fundur sveitarstjórnar Skeiða-og Gnúpverjahrepps

Boðað er til 66. fundar sveitarstjórnar miðvikudaginn 25. ágúst 2021 kl. 14.00 í Árnesi

Dagskrá

Mál til umræðu

1. Leikskólavist utan lögheimilis

2. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

3. Samþykki um gatnagerðargjöld í þéttbýli Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Gaukurinn

Þá er loksins kominn út Gaukur ágústmánaðar, litlu seinna en stefnt var að í upphafi, vonum að það komi ekki að sök. Hann má finna hér

Góða helgi

Skeiða- og Gnúpverjahreppur auglýsir eftir skólaliða

Laust er 70% starf skólaliða við Þjórsárskóla í Árnesi.

Helstu verkefni og ábyrgð skólaliða:

Umsóknarfrestur er til 13. ágúst

Nánari upplýsingar veitir Bolette Höeg Koch skólastjóri sími 895 9660 netfang : bolette@thjorsarskoli.is

Orðsending frá Afréttamálanefnd Gnúpverja

Þeir sem ætla að sækja um leit á Gnúpverjaafrétti í haust hafi samband við Lilju í síma 847-8162 fyrir 19. ágúst næstkomandi.

Breytt fyrirkomulag verður á eftirsafni í ár. Farið verður af stað miðvikudaginn 15. september og komið heim sunnudaginn 19. september. Möguleg seinkun verður á eftirsafni ef veður verður óhagstætt.