Tilkynning frá Afréttarmálanefnd Gnúpverja varðandi Skaftholtsréttir

Kindareglan
Kindareglan

Kæru íbúar

Í ár líkt og í fyrra verða réttir með óhefðbundnu sniði vegna COVID-19. Í fjárrétttum í ár gildir 300 manna fjöldatakmarkanir og á það við um fullorðna og börn fædd 2015 og fyrr. Börn fædd 2016 og síðar eru undanskilin fjöldatakmörkunum.

Afréttamálanefnd Gnúpverjahrepps hefur reiknað út fjölda manna sem hver fjáreigandi má hafa við réttarstörf.

Fjöldi manna sem fjáreigendur mega hafa við réttarstörf á hverjum bæ hefur verið reiknaður út frá fjölda fjár en 2.359 kindur eru á fjalli. Inni í þessum tölum eru einnig allir fjallmenn.

Bær

Fjöldi fólks

 

Bær

Fjöldi fólks

Ásar

5

 

Laxárdalur II

5

Brúnir

6

 

Minni-Mástunga

5

Sámsstaðir/Búrfell

9

 

Sandlækarkot

12

Eystra- Geldingaholt

36

 

Skaftholt

10

Fossnes

5

 

Skarð

8

Gunnbjarnarholt

12

 

Steinsholt I

6

Hagi

15

 

Steinsholt II

5

Háholt

34

 

Stóra- Mástunga I

5

Hlíð

5

 

Stóri-Núpur

12

Hæll I

26

 

Stöðulfell

11

Hæll II

8

 

Vestra-Geldingaholt

8

Hæll III

9

 

Þjórsárholt

11

Laxárdalur I

5

 

Þrándarholt

19

 

Ekki er gert ráð fyrir þörf á að halda gestalista en treyst er á að bændur hlíti ofangreindum fjöldatakmörkunum. Réttirnar eru þar af leiðandi ekki opnar fyrir almenningi.

Mikilvægt er að allir virði þessar fjöldatakmarkanir á föstudag. Vert er að hafa í huga að Við erum öll almannavarnir. Lagt er áhersla á allir þeir sem taka þátt í réttarstörfum bera ábyrgð á sínum athöfnum og mikilvægt er að gæta að eigin sóttvörnum og muna 1 kindar regluna.

 

Mæting er stundvíslega í Skaftholtsréttir kl 11 á föstudaginn.

Sjá má hér, nánari leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna Covid- 19 sem heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út