Kvenfélag Skeiðahrepps gaf Leikholti veglega gjöf

Kvenfélag Skeiðahrepps færði leikskólanum Leikholti eldstæði og fullt af fylgihlutum að gjöf þann 8. september sl.

Nú verður leikur einn hjá þeim að njóta enn frekar útiveru og skemmtilegra stunda þar sem hægt er að kveikja eld og baka lummur, poppa, hita kakó eða elda hádegismatinn úti. Meðfylgjandi eru myndir af krökkunum í Leikholti að prufa eldhúsið.

Af gatnagerðagjöldum -eða sköttum

- Pistill sveitarstjóra úr Gauknum -

Á fundi sveitarstjórnar 11. ágúst sl. var tekinn fyrir úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins vegna álagningar gatnagerðargjalda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Mig langar aðeins til að útskýra í stuttu máli hvað fólst í úrskurðinum og þá niðurstöðu sem sveitarstjórn komst að.

Nýr Gaukur - fullur af fréttum

Þá er kominn Gaukur septembermánaðar - hann má finna hér

Starfsfólk óskast í Félagsmiðstöðina Zero

Félagsmiðstöðin Zero óskar eftir starfsfólki til að starfa með forstöðumanni á fimmtudagskvöldum þegar að félagsmiðstöðin er opin.       

Umsækjandi verður að vera orðin 18 ára og sýna jákvæðni, sveigjanleika og lipurð í samskiptum. Virk þátttaka ungmenna í félagsstarfi er til þess   fallin að auka félagslega hæfni, þroska og jákvæða sjálfsmynd þeirra. Því er mikilvægt að starfsfólk geti skapað andrúmsloft þar sem allir séu boðnir velkomnir í félagsmiðstöðvastarfið á eigin forsendum.

Kjörskrá og kjörfundur vegna alþingiskosninga 25. september 2021

Frá sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps:

Kjörskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna Alþingiskosninga 25. september 2021 mun liggja frammi á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá 15. september nk.  Skrifstofan er sem áður opin frá 9 - 12 alla virka daga og á milli 13-14 mánudaga - fimmtudaga. 

Deiliskipulagsbreyting Mið-og Árhraunsvegur

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 10. ágúst 2021 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi að Kílhrauni. Í breytingunni felst að heimilt verði að reisa geymslu, svefnhús eða gróðurhús allt að 70 m2 í stað 25 m2 samkvæmt núverandi skilmálum. 

Auglýst er eftir starfskrafti í eldhús og þrif í Leikholti

Leikskólinn Leikholt auglýsir eftir starfskrafti í eldhús/ræstingar. Um er að ræða 90% starf með vinnutímann 9:00-16:00, þar sem tekið er á móti matnum sem kemur í frá Árnesi, framreitt og gengið frá, einnig er húsið ræst. Laun samkvæmt kjarasamningum. Starfsmaður þarf að geta byrjað að vinna frá og með 20. september en möguleiki er að byrja að vinna fyrr.

Opinn kynningarfundur um landslagsverndarsvæði í Þjórsárdal

Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir landslagsverndarsvæði í Þjórsárdal. Fundurinn fer fram mánudaginn 13. september frá kl. 16:00 - 18:00 í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahrepp.

67. fundur sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í Árnesi  15. september 2021 klukkan 14:00.

Dagskrá

Mál til umræðu:

Tilkynning frá Afréttarmálafélagi Flóa og Skeiða varðandi Reykjaréttir

Kæru íbúar

Í ár líkt og í fyrra verða réttir með óhefðbundnu sniði vegna COVID-19. Í fjárrétttum í ár gildir 300 manna fjöldatakmarkanir og á það við um fullorðna og börn fædd 2015 og fyrr. Börn fædd 2016 og síðar eru undanskilin fjöldatakmörkunum.