Gámasvæðin verða lokuð 1. ágúst vegna sumarleyfa

Reyniviðartré í fullum skrúða.
Reyniviðartré í fullum skrúða.

Gámasvæðin í Árnesi og Brautarholti verða lokuð laugardaginn 1. ágúst vegna sumarleyfa. Næsta opnun er eftir helgina eins og  venjulega, þriðjudag  í Árnesi og miðvikudag í Brautarholti  kl. 14 - 16. Alltaf er þó hægt að skutla litlum pokum af almennu sorpi í gám á svæðunum, utan opnunartíma. Þá er líka hægt að setja í fata og dýragáma utan opnunartíma.