Upp í sveit dagana 12. - 14.júní í Skeiða og Gnúpverjahreppi

Nú er komið að því að vera upp í  sveit dagana 12. -14. júni í Skeiða og Gnúpuverjahreppi. Bæklingumr með dagskránni og margs konar upplýsingum um hátíðina HÉR Einnig eru í þessum bæklingi upplýsingar um hreinsunarátakið í sveitarfélgainu í þessari viku þ.e. viku 24.  nú í júní. 

Netlaust í nótt hjá Símanum frá kl. 01:00 - ca 02:30/45 og heitavatnslaust í Brautarholti þangað til viðgerð lýkur

Í nótt, aðfaranótt miðvikudags 10.júní frá kl. 01:00 - ca 02:30/45 kannski skemur, verður ef til vill netlaust hjá viðskiptavinum Símans. Verið er að skipta út búnaði hér í Árnesi og á Brautarholti. En þeir sögðust verða snöggir að þessu. Þá bendum við íbúum í Brautarholti á að viðgerð stendur yfir á heitavatnsdælunni og ekki er vitað hvenær henni lýkur en þangað til verður heitavatnslaust!

Lokaður vegur á milli Húsatófta og Brúnavalla í dag 9.júní 2020

Lokaður vegur á milli Húsatófta og Brúnavalla á Skeiðum í dag þann 9. júní. 2020 vegna vegaframkvæmda. Hjáleið opin um Álfstaðaveg.

Grunnskólakennari óskast, í Þjórsárskóla

Laus eru til umsóknar staða grunnskólakennara í hlutastarf, í íþróttum (ekki sundi).í Þjórsarskóla  Kenndar eru 7 kennslustundir á viku í 1.-7. bekk, á miðvikudögum og fimmtudögum. Leitum að metnaðarfullum, sjálfstæðum og áhugasömum starfsmanni með þekkingu á skólastarfi og góð hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til 16.06.2020. Upplýsingar gefur Bolette í síma 895-9660 eða sendið fyrirspurnir á bolette@thjorsarskoli.is