Hreinsunarátak í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Hreinsunarátak verður í sveitarfélaginu frá 1 – 17. júní næstkomandi.

Snyrtimennska er stór þáttur í vellíðan íbúa og gesta sem ber að garði. Fegrun umhverfis er víð eitt af föstum liðum vorsins.

Almennt er umhverfið hér í Skeiða- og Gnúpverjahreppi til sóma. En alltaf má gera gott enn betra.

Íbúar, fyrirtæki, sumarbústaðaeigendur og aðrir eru hvattir til að leggja átakinu lið.

Á þessu tímabili. 1- 17 júní, verður engin gjaldtaka fyrir sorp/úrgang á gámsvæðunum í Brautarholti og við Árnes. Auk þess verður opnunartími aukinn.

Aukaopnun svæðanna verður eftirfarandi:

Fimmtudagana 6 og 13. júní kl: 13- 16 og laugardag 8. júní 9 -12, við Árnes

Föstudagana 7 og 14 júní kl: 13- 16 og laugardag 8. júní  kl. 13-16, við Brautarholt  

Þar sem stórtæk tiltekt er fyrirhuguð, er hægt að sækja um gáma heim að bæjum án endurgjalds.

Sem fyrr er tekið á móti garðaúrgangi í Skaftholti.

Starfsmaður í þjónustustöð, Bjarni Jónsson mun leiðbeina um hvernig skal flokka það sem farga þarf.

Auk þess veitir hann allar nauðsynlegar upplýsingar um gámana og annast útvegun gáma þar sem þess er óskað.

Sími hjá Bjarna er 892-1250 og netfang bjarni@skeidgnup.is

 

Sveitarstjóri