Skólaakstur- verktaki óskast

Skólaakstur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Óskað er eftir verktaka í skólaakstur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Skólaárin 2019-2020 og 2020-2021.

Um er að ræða akstursleið í dreifbýli frá bæjum af efri hluta Skeiðasvæðis fremri hluta Gnúpverjasvæðis að Þjórsárskóla. Ekið er að morgni og heim aftur síðdegis á starfstíma skólans. Auk þess tekur verktaki að sér annan tilfallandi akstur í tengslum við skóla eða tómstundastörf.

Gert ráð fyrir allt að 17 farþegum með fyrirvara um að fjöldi geti breyst.

Ástand og búnaður bifreiðar skal standast þær kröfur sem lög og reglugerðir kveða á um fyrir skólabíla. Gerð er krafa um þriggja punkta öryggisbelti.

Yfirmaður skólabílstjóra er skólastjóri Þjórsárskóla og skipuleggur hann skólaakstur í samráði við þá er málið varðar.

Hæfniskröfur :

  • Tilheyrandi ökuréttindi
  • Læknisvottorð er staðfesti hæfni umsækjanda samkvæmt gildandi reglum um aukin ökuréttindi.
  • Íslenskukunnátta
  • Hreint sakavottorð
  • Rekstrarleyfi til hópferða.
  • Stundvísi og lipurð í samskiptum.

Umsóknum skal skila til Bolette Höeg Koch skólastjóra á  netfang : bolette@thjorsarskoli.is sími 895-9660 eða Kristófers Tómassonar sveitarstjóra á netfang kristofer@skeidgnup.is sími 486-6100 og 861-7150. Þau veita nánari upplýsingar.

 

Umsóknarfrestur til og með 4. júní 2019.