Aðvörun! Lokun Þjórsárdalsvegar nr. 32 föstudag kl.16-18

Flóa og Skeiðasafn í Skaftholtsréttum
Flóa og Skeiðasafn í Skaftholtsréttum

Fjárréttir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 2017 Skaftholtsréttir, föstudaginn 15. september. Fé rekið inn kl. 11:00. Reykjaréttir, laugardaginn 16. september. Fé rekið inn kl. 09:00. Ökumenn eru beðnir að sýna þolinmæði því óhjákvæmilegar tafir vegna fjárrekstra verða á vegi 32 - Þjórsárdalsvegi.

Föstudag 15. sept. verða tafir á Þjórsárdalsvegi nr. 32  vegna fjárrekstra. - Fossnes—Skaftholtsréttir kl. 07:30 til kl. 13:00 (hjáleið þó  fær um Löngudælaholt og Hamarsheiði)  "gamla veginn." 

Ennfremur  kl. 16:00 -18:00  í dag, verður Þjórsárdalsvegur nr. 32 lokaður frá veganótum við  Skeiða og Hrunamannaveg ( 30) Sandlækjarholt að Árnesi.  Lokunin er gerð til að minnka slysahættu sem hefur orsakast undanfarin ár samhliða stigvaxandi umferð um Þjórsárdalsveg.

Laugardaginn 16. sept geta orðið lítilsháttar tafir frá kl. 13:00 á Skeiðavegi, nr. 30. frá Reykjaréttum og eitthvað niður Skeið.