Fylgigöng vegna sveitarstjórnarfunda aðgengileg á vef

Glöggir lesendur vefs Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa eflaust tekið eftir að fylgigögn vegna þeirra mála sem tekin eru til afgreiðslu á sveitarstjórnarfundum eru nú aðgengileg á vefnum. Þau eru staðsett neðan við hverja fundargerð. Auk þess eru sett  þar inn skjöl vgna mála til kynningar. 

Gögnin eru sett inn á vefinn í beinu framhaldi af því að fundargerðin er sett þar inn.  Þetta á við um öll mál, nema tilkomi að sérstakur trúnaður þurfi að ríkja um mál.

Mjög margir íbúar sveitarfélagsins sem og margir búsettir utan þess vilja fylgjast með gangi mála hjá sveitarstjórn og almennri vegferð þess sem hér er verið að fást við.  Er það vel. Enn fremur er talsvert stór hópur sem þarf af gagnlegum ástæðum að vera vel upplýstur um það sem snýr að stjórnsýslu. Bæði hér í þessu sveitarfélagi sem og á öðrum stöðum.

Það er von mín og sveitarstjórnar að með þessari nýbreytni sé verið að koma enn betur móts við þann hóp sem vill vera vel upplýstur.

Ég býst ekki við að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sé fyrsta sveitarfélagið sem birtir á vef fylgigögn mála á sveitarstjórnarfundum. Engu að síður eru þau fá sveitarfélögin enn sem komið er, sem hafa stigið þetta skref. 

 

Kristófer Tómasson sveitarstjóri