Fréttir

Núverandi nafn sveitarfélagsins heldur velli

Kjörfundi um kosningu um nafn á sveitarfélagið sem borið hefur heitið Skeiða- og Gnúpverjahreppur er lokið og liggja úrslit fyrir. Á kjörskrá voru 397. Atkvæði greiddu 209 eða 52,6 % af þeim sem voru á kjörskrá. Atkvæði féllu á þann vega að 111 kusu nafnið Skeiða- og Gnúpverjahreppur það eru 53,11 % greiddra atkvæða. 45 kusu Þjórsárhrepp það gera 21,53 %, 40 kusu Þjórsársveit eða 19,14 %, 8 kusu Þjórsárbyggð. Eystribyggð fékk 2 atkvæði. Þjórsárbakkar og Eystri hreppur fengu sitt atkvæðið hvort. Einn seðill var ógildur. Það er því ljóst að sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur mun ekki skipta um nafn að svo stöddu. Sveitarstjóri.

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi   Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: 

Nýárskveðja og opnunartími skrifstofu

Skrifstofa sveitarfélagsins í Árnesi verður lokuð á gamlársdag og  opnað aftur  þann 4. janúar 2016 kl. 09:00 og þá opið með venjubundnum hætti. Ef neyðartilvik koma upp er sími sveitarstjóra 861-7150.  -  Bestu óskir um farsæld á nýju ári og þökk fyrir samskiptin á árinu 2015.

Sveitarstjórn  og starfsfólk Skeiða - og Gnúpverjahrepps.

Akstur Strætó yfir jól og áramót 2015-2016

Kosning hafin utan kjörfundar um nafn sveitarfélagsins

Kosning er nú hafin, utan kjörfundar, um nafn á sveitarfélagið, á opnunartíma skrifstofu sveitarfélagsins í Árnesi (mánud.—fimmtud. kl. 09-12 og 13-15 og föstud. kl. 09-12)og stendur hún  frá 15. desember til og með föstud. 8. janúar 2016. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofunni á sama tíma. Kjörfundur verður laugardaginn 9. janúar 2016 kl.10 -18 í Bókasafninu  í Brautarholti. Sömu reglur gilda um þessar kosningar og þegar kosið er til sveitarstjórnar.

Íbúafundur um samfélagsleg áhrif virkjana í Þjórsá, 12. desember 2015 - skráning

Ekki tókst að halda íbúafund um samfélagsleg áhrif virkjana síðasta laugardag vegna veðurs. Nýr fundartími er kl 11:00-14:00 á laugardaginn næstkomandi, þann 12. desember. Fundurinn verður haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Til fundarins boðar faghópur III, sem meta á samfélagsleg áhrif virkjanakosta í þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (sjá www.ramma.is). Íbúum Ásahrepps, Flóahrepps, Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps er boðið til fundarins og stefnt er að því að ræða ýmis samfélagsleg áhrif virkjana.

Viðvörun og veðuspá dagsins frá Veðurstofunni

Veðurstofan hefur sent frá sér meðfylgjandi Viðvörun (sjá viðhengi). Veðurspá og  viðvörun sjá hér   Veðurstofunni, sunnudaginn 6. desember 2015 kl. 12:00 Langt suður í hafi er nú lægð í myndun. Hún dýpkar með eindæmum hratt í nótt og er þrýstingi í miðju hennar spáð 944 mb seint annað kvöld og á hún þá að vera stödd suður af Reykjanesi. Á þeirri stundu verður 1020 mb hæðarhryggur skammt N af Scoresbysundi á austurströnd Grænlands og heldur hann á móti lægðinni. Saman valda þessi tvö veðrakerfi vindstyrk af styrk ofsaveðurs eða fárviðris yfir Íslandi.

Spáð ofsaveðri með ströndinni á föstudag

Bakvakt almannavarnadeildar vekur athygli á spá veðurstofunnar, sjá tilkynningu Veðurstofunnar í viðhengi. Veðurstofan vill vekja sérstaka athygli á eftirfarandi:  Viðvörun:  Búist er við stormi (meðalvindi yfir 20 m/s) á landinu síðdegis á morgun ( föstudag) og ofsaveðri (meðalvindi yfir 28 m/s) við Öræfajökul, Mýrdalsjökul, Eyjafjöll og í Vestmannaeyjum.

Íbúafundur um samfélagsleg áhrif virkjana í Þjórsá, 5. desember 2015

Faghópur III býður íbúum Ásahrepps, Flóahrepps, Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps  til opins íbúafundar til að ræða samfélagsleg áhrif virkjanakosta í Þjórsá.

Til fundarins boðar faghópur III, sem meta á samfélagsleg áhrif virkjanakosta í þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (sjá www.ramma.is).

Kynningarfundur 30. nóvember um tilhögun kosninga ofl.

Haldinn verður kynningarfundur um val á nafni á sveitarfélagið Þann 30. nóvember kl. 20:30. í Árnesi. Oddviti og sveitarstjóri fara yfir  kosningaferlið og svara spurningum. Sömu reglur gilda um þessar kosningar og þegar kosið er til sveitarstjórnar.   Allir  velkomnir.