Fréttir

Rafmagnslaust í Skeiða og Gnúpverjahreppi frá kl. 17 -18 í dag

Búast má við enn einum útslætti á rafmagninu  í dag frá kl. 17  - 18 í sveitarfélaginu vegna viðgerða. Vonandi verður það fullnaðarviðgerð.

Járnagámar fyrir stór verkefni

Það hefur tíðkast síðastliðin ár að íbúar sem sem standa í stórræðum fái járnagám til afnota heim á hlað án endurgjalds. Þetta á við þegar verið er að rífa hús eða standa fyrir stórfelldri tiltekt. Skilyrði er að tiltektin taki skamman tíma. Helst ekki lengri tíma en 3 daga. Auk þess þaf flokkun að vera til fyrirmyndar. Með þessu vill sveitarstjórn leggja áherlsu á fyrirmyndarumgengni.  Vinsamlega hafið samband við skrifstofu fyrir 9 júlí nk. ef hugur er á að leggja fram óskir sem þessar, eða sendið póst á skeidgnup@skeidgnup.is Sveitarstjóri

Upprekstur sauðfjár á afrétt Gnúpverja

Frá og með föstudegi 6. júlí næstkomandi er heimilt að fara með sauðfé á afrétt Gnúpverja.

Afréttarmálanefnd Gnúpverja

Fréttabréf júní komið út

Fréttabréfið lítur nú dagsins ljós  LESA HÉR  og kemur þann 13. júní í póstkassana hjá okkur. Vekjum athygli á auglýsingum um  hátíðarhöldin 17. júní i Árnesi og Uppstepttuhátíðina um næstu helgi ásamt opnu húsi í Búrfellsstöð  og íþróttaæfingum ( bls. 3) og margt annað ber á góma hjá okkur.

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi Deiliskipulagsmál
Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni:

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní 2018 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Hátíðarhöld í Árnesi á þjóðhátíðardaginn 17. Júní
Kl. 14:00 Skrúðganga
Sprell og leikir
Hefðbundinn koddaslagur í sundlauginni
Þátttakendum er bent á að hafa með sér aukaföt.

Kl. 15:30 Hátíðardagskrá í félagsheimilinu Árnesi.
Sr. Óskar H. Óskarsson flytur hugvekju.
Ávarp fjallkonu.
Hátíðarræða.
Hátíðarkaffi í boði sveitarfélagsins

Uppsprettan 2018 í Árnesi 15. - 16. júní

15. júní.   Myndasýning frá Héraðsskjalasafni Árnesinga: Gömlum ljósmyndum úr byggðarlaginu varpað upp á stóra tjaldið í Árnesi. Starfsmaður leiðir sýningargesti í gegn um

sýninguna og leitast verður við að nafngreina fólk og staði.

Sveitarstjórn 2018-2022

            Boðað er til 1. fundar í sveitarstjórn  Skeiða -og Gnúpverjahrepps

í Árnesi miðvikudaginn 14. júní kl.14:00 2018
Dagskrá:  Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

Skipulagsmál

Fundargerðir

Styrkbeiðnir

Samningar

Mál til kynningar :

     

         Kristófer A Tómasson sveitarstjóri

Kaldavatnslaust verður frá kl. 10 í Árnesveitu og eitthvað fram eftir degi.

Því miður verður kaldavatnslaust frá Árnesveitu kl. 10 í dag  og eitthvað fram eftir degi. Unnið er við tengingar á stofnæð og beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda, en þessi aðgerð er óhjákvæmileg og tekur  vonandi fljótt af.

Fyrsta fasa viðgerð Áfangastaðaáætlunar Suðurlands lokið

Áfangastaðaáætlun Suðurlands er unnin með því markmiði að sameina hagaðila í ferðaþjónustu, móta framtíðarsýn fyrir svæðið í heild sinni og stefnu til að ná henni. Áfangastaðaáætlun er tækifæri fyrir sveitarfélög, ferðamálasamtök, ferðaþjónustufyrirtæki og aðra hagaðila í ferðaþjónustu til að fara fram sameiginlega og í samstarfi til næstu ára og byggja þannig ofan á þá vinnu sem þegar hefur átt sér stað við gerð áfangastaðaáætlunar.