Rafmagnslaust í Skeiða og Gnúpverjahreppi frá kl. 17 -18 í dag
Búast má við enn einum útslætti á rafmagninu í dag frá kl. 17 - 18 í sveitarfélaginu vegna viðgerða. Vonandi verður það fullnaðarviðgerð.
Búast má við enn einum útslætti á rafmagninu í dag frá kl. 17 - 18 í sveitarfélaginu vegna viðgerða. Vonandi verður það fullnaðarviðgerð.
Það hefur tíðkast síðastliðin ár að íbúar sem sem standa í stórræðum fái járnagám til afnota heim á hlað án endurgjalds. Þetta á við þegar verið er að rífa hús eða standa fyrir stórfelldri tiltekt. Skilyrði er að tiltektin taki skamman tíma. Helst ekki lengri tíma en 3 daga. Auk þess þaf flokkun að vera til fyrirmyndar. Með þessu vill sveitarstjórn leggja áherlsu á fyrirmyndarumgengni. Vinsamlega hafið samband við skrifstofu fyrir 9 júlí nk. ef hugur er á að leggja fram óskir sem þessar, eða sendið póst á skeidgnup@skeidgnup.is Sveitarstjóri
Frá og með föstudegi 6. júlí næstkomandi er heimilt að fara með sauðfé á afrétt Gnúpverja.
Afréttarmálanefnd Gnúpverja
Fréttabréfið lítur nú dagsins ljós LESA HÉR og kemur þann 13. júní í póstkassana hjá okkur. Vekjum athygli á auglýsingum um hátíðarhöldin 17. júní i Árnesi og Uppstepttuhátíðina um næstu helgi ásamt opnu húsi í Búrfellsstöð og íþróttaæfingum ( bls. 3) og margt annað ber á góma hjá okkur.
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi Deiliskipulagsmál
Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni:
Hátíðarhöld í Árnesi á þjóðhátíðardaginn 17. Júní
Kl. 14:00 Skrúðganga
Sprell og leikir
Hefðbundinn koddaslagur í sundlauginni
Þátttakendum er bent á að hafa með sér aukaföt.
Kl. 15:30 Hátíðardagskrá í félagsheimilinu Árnesi.
Sr. Óskar H. Óskarsson flytur hugvekju.
Ávarp fjallkonu.
Hátíðarræða.
Hátíðarkaffi í boði sveitarfélagsins
15. júní. Myndasýning frá Héraðsskjalasafni Árnesinga: Gömlum ljósmyndum úr byggðarlaginu varpað upp á stóra tjaldið í Árnesi. Starfsmaður leiðir sýningargesti í gegn um
sýninguna og leitast verður við að nafngreina fólk og staði.
Boðað er til 1. fundar í sveitarstjórn Skeiða -og Gnúpverjahrepps
í Árnesi miðvikudaginn 14. júní kl.14:00 2018
Dagskrá: Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:
Skipulagsmál
Fundargerðir
Styrkbeiðnir
Samningar
Mál til kynningar :
Kristófer A Tómasson sveitarstjóri
Því miður verður kaldavatnslaust frá Árnesveitu kl. 10 í dag og eitthvað fram eftir degi. Unnið er við tengingar á stofnæð og beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda, en þessi aðgerð er óhjákvæmileg og tekur vonandi fljótt af.
Áfangastaðaáætlun Suðurlands er unnin með því markmiði að sameina hagaðila í ferðaþjónustu, móta framtíðarsýn fyrir svæðið í heild sinni og stefnu til að ná henni. Áfangastaðaáætlun er tækifæri fyrir sveitarfélög, ferðamálasamtök, ferðaþjónustufyrirtæki og aðra hagaðila í ferðaþjónustu til að fara fram sameiginlega og í samstarfi til næstu ára og byggja þannig ofan á þá vinnu sem þegar hefur átt sér stað við gerð áfangastaðaáætlunar.