Fréttir

12. sveitarstjórnarfundur 9. janúar 2019 í Árnesi kl. 09:00

                 Boðað er til 12. fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn  9. jan. 2019 kl.09:00. 

                 Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

Fundargerðir

Samningar og fleira

                  Mál til kynningar.

Móttökuritari óskast til starfa hjá Umhverfis- og tæknisviði


Laus er til umsóknar staða móttökuritara hjá Umhverfs- og tæknisvið Uppsveita. Umhverfs- og tæknisvið Uppsveita hefur
meðal annars það hlutverk að annast lögbundin verkefni skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa fyrir aðildarsveitarfélög
byggðasamlagsins. Aðsetur móttökuritara er að Dalbraut 12 á Laugarvatni. Byggðasamlagið þjónar sveitarfélögunum
Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi.

Sorphirðudagatal 2019

Sorphirðudagatal 2019  LESA HÉR  Losunardagatal Íslenska gámafélagsins  er komið hér. "Gráir og grænir" dagar verða svona árið 2019  en verið er að reyna að fá inn breytingu á "bláu" dögunum.

Fréttabréf desember komið út.

Fréttabréf desember er komið út lesa hér Ýmislegt þar að venju, molar úr fundargerðum, auglýsingar og fréttir úr skólunum og fleira.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur valinn í tilraunaverkefni Íbúðalánsjóðs

Skeiða- og Gnúpverjahreppur er í hópi sjö sveitarfélaga sem valin hafa verið sem tilraunasveitarfélög í húsnæðismálum.

https://www.ils.is/um-okkur/frettir/frett/2018/12/13/Felagsmalaradherra-kynnir-sjo-tilraunasveitarfelog-i-husnaedismalum/

Persónuverndaryfirlýsing Skeiða- og Gnúpverjahrepps

            1.   Almennt  
Sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur, kt. 540602-4410, Árnesi, 801 Selfossi,er annt um friðhelgi einstaklinga og tekur persónuvernd mjög alvarlega.

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun  fyrir árið 2019 og 2020- 2022 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi samþykkt.

Á fundi sveitarstjórnar miðvikudag 5. desember sl. var fjárhagsáætlun ársins 2019 lögð fram til síðari umærðu og samþykkt. Samhliða var fjárhagsáætlun 2020-2020 í grófum aðalatriðum lögð fram og samþykkt.

Gjaldskrár og álagningahlutföll ásamt framkvæmdaáætlun komandi árs voru einnig lögð fram og samþykkt.

Breyttur viðtalstími oddvita! Verður hér eftir á miðvikud. kl.13:00 -16:00

Viðtalstími oddvita verður hér eftir á miðvikudögum  kl. 13:00 - 16:00 og á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Land undir urðunarstað á Suðurlandi

                       Sorpstöð Suðurlands bs. óskar eftir landi undir urðunarstað til kaups eða leigu. Æskileg staðsetning er á svæðinu frá Hellisheiði í vestri að Jökulsá á Sólheimasandi í austri. Æskilegt er að landið sé vel                               staðsett gagnvart samgöngum á landi og dreifikerfi raforku, en fjarri vatnsverndar- og  útivistarsvæðum. Lágmarksstærð lands er 30 ha. Á staðnum yrði tekið við almennum úrgangi til urðunar, þó ekki                                   lífrænum úrgangi. Áætlaður rekstrartími er 30 ár en leigutími að lágmarki 60 ár ef um leigu yrði að ræða.                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                       Áhugasamir hafi samband við Stefán Gíslason hjá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. í síma 862 0538 eða á stefan@umis.is í síðasta lagi fimmtudaginn 20. desember nk. Hann veitir einnig allar nánari upplýsingar.

11. fundur sveitarstjórnar í Árnesi miðvikudag. 5. des. kl. 09:00

             Boðað er til 11. fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 5. des. 2018   kl. 09:00

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

Mál til kynningar :

Kristófer A Tómasson sveitarstjóri