Nýtt ár framundan með góðum væntingum
Enn eitt árið hefur runnið sitt skeið. Að mínu mati hefur árið þokað okkur áfram á braut framfara hér í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Ég vona að íbúum hafi liðið bærilega og helst betur á árinu sem var að kveðja. Eins og gerist eru persónulegar aðstæður misjafnar, fólk stendur frammi fyrir gleði suma daga og sorg aðra daga.