Fundarboð 32. fundar sveitarstjórnar 20. nóvember 2019
32. sveitarstjórnarfundur
Fundarboð
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 20 nóvember, 2019 klukkan 08:30.
Dagskrá
32. sveitarstjórnarfundur
Fundarboð
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 20 nóvember, 2019 klukkan 08:30.
Dagskrá
Þessa dagana er verið er að leggja síðustu hönd á nýjan veg að Hjálparfossi. Vegurinn er hinn glæsilegasti, rammlega upp byggður, breiður og lagður bundnu slitlagi. Hið mesta prýði. Afleggjarinn tengist Þjórsárdalsvegi nokkru vestar en sá gamli. Auk þess hefur verið sett upp salerni við bílastæðið hjá fossinum. Það kemst í gagnið innan tíðar. Fossinn og umhverfi hans skartar sínu fegursta í haustblíðunni, eins og þeir vita sem til þekkja
Árnesi, 4 nóvember, 2019
31. sveitarstjórnarfundur
Fundarboð
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 6. nóvember, 2019 klukkan 09:00.
Nýtt fréttabréf fyrir nóvember 2019 er komið á vefinn. Þar er heilmikill fróðleikur
Smellið hér til að nálgast það
Við minnum á að skilafrestur í næsta fréttabréf Skeiða- og Gnúpverjahrepps er FIMMTUDAGINN 31. október nk.
Blaðið fer í dreifingu póstþjónustunnar þriðjudaginn 5. nóvember.
Við fögnum sem fyrr aðsendu efni, tilkynningum og greinum.
Vinsamlega sendið allt efni á netfangið: frettabref@skeidgnup.is
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi,
Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi
Aðalskipulagsmál.
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:
Breyting á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Ósbakki L165463, Flóahreppi.
Kynnt er skipulags- og matslýsing sem tekur til 2 ha lands Ósabakka (L165463) sem í gildandi aðalskipulagi Flóahrepps er skilgreint sem frístundabyggð (F36) og er áætlað að breyta landnotkun í landbúnaðarland. Áætlað er að byggja upp nýtt íbúðarhús og hesthús/skemmu. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni er kynnt skipulags- og matslýsing vegna deiliskipulags á svæðinu.
Skipulags- og matslýsing
Rúmgóðar einbýlishúsalóðir eru lausar til úthlutunar í fögru umhverfi í Árneshverfi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Meðf. er myndband sem sýnir þær. Myndband hér
Eins og kunnugt er hafa flest dreifbýlissveitarfélög í Árnessýslu verið með póstnúmerið 801 Selfoss.
Nú hefur verið gerð breyting í þessum efnum.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur fengið 804 Selfoss,
Flóahreppur fékk póstnúmerið 803 Selfoss, Grímsnes- og Grafningshreppur 805 Selfoss og Bláskógabyggð 806 Selfoss.
30. sveitarstjórnarfundur - Fundarboð - Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 16. október, 2019 klukkan 08:30.
Dagskrá
Mál til umfjöllunar og afgreiðslu
Mál til kynningar
Kristófer Tómasson Sveitarstjóri