Rúlluplastið verður sótt í Gnúpverjahrepp 3. janúar 2020
Rúlluplastið verður sótt í Gnúpverjahrepp 3. janúar 2020. Bíllinn eru í sveitinni núna - þannig að það ætti að vera í lagi gera það sem þarf að gera til þess að losna við plastið.
Rúlluplastið verður sótt í Gnúpverjahrepp 3. janúar 2020. Bíllinn eru í sveitinni núna - þannig að það ætti að vera í lagi gera það sem þarf að gera til þess að losna við plastið.
Ný umferðarlög taka gildi nú 1. janúar 2020 Lesa hér Ýmislegt hefur nú verið sett í lög sem áður var einungis reglugerð fyrir.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir aðila til að taka að sér útgáfu fréttabréfs fyrir sveitarfélagið.
Fréttabréfið er gefið út einu sinni í mánuði að júlí undanskildum og er því ætlað að miðla upplýsingum til íbúa sveitarfélagsins og annarra um þjónustu, fréttir og helstu viðburði í sveitarfélaginu. Fréttabréfinu er dreift án endurgjalds á öll heimili í sveitarfélaginu. Upplag 300-350 eintök. Áskrft er seld til íbúa utan sveitarfélagsins. Birting er á heimsíðu sveitarfélagsins.
Nýjasta Fréttabréf Skeiða- og Gnúpverjahrepps er komið út Lesa hér Þar er að finna auglýsingar mola úr fundargerðum sveitarstjórnar, leikskóla og grunnskólafréttir og ýmislegt annað.
Árnesi, 8 desember, 2019
33. sveitarstjórnarfundur - Fundarboð
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 11 desember, 2019 klukkan. 16:00
Dagskrá
Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:
1. Gjaldskrá 2020 loka umræða
2. Fjárhagsáætlun lokaumræða
Vakin er sérstök athygli á að næsti fundur sveitarstjórnar sem er nr 33. í röðinni, verður haldinn miðvikudaginn 11. desember kl 16:00.
Erindi fyrir fund þurfa að berast föstudag 6. desember.
Sveitarstjóri
Það er tilefni til að gleðjast yfir því að íbúðum er fjölga í sveitarfélaginu. Þessa helgina voru sperrur reistar á þriggja íbúða raðhúsi við Bugðugerði 9 í Árneshverfi. Það er fyrirtæki Þrándarholtsbræðranna Arnórs og Ingvars, Þrándarholt sf sem stendur fyrir verkefninu. Tvær íbúðanna eru 100 fermetrar og ein 70 fermetrar.
Auglýst eftir umsóknum í húsafriðunarsjóð
Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2020.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Kristófer Tómasson, sveitarstjóri skrifuðu þann 18. nóvember sl. undir viljayfirlýsingu um aðkomu stjórnvalda að húsnæðisuppbyggingu í Árnes- og Brautarholtshverfum. Með því verður unnið að fjölgun leiguíbúða í sveitarfélaginu en leiguhúsnæði skortir mjög í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Fyrsti þáttur verkefnisins felur í sér aðkomu Íbúðalánasjóðs að fjármögnun byggingar á allta að fimm íbúðum í þéttbýliskjörnunum. Mjög þarft er að nýtt húsnæði rísi í sveitarfélaginu, ekki síst í ljósi íbúafjölgunar sem væntingar standa til að verði í sveitarfélaginu á næstu misserum í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu Hálendisbaðanna í Þjórsárdal. Íbúðalánasjóður mun koma að útfærslu verkefnisins og hefur sjóðurinn ákveðið að leggja sveitarfélaginu til eins milljóna króna styrk til þróunar þess. Styrkurinn er veittur sem hluti af sérstöku tilraunaverkefni sjóðsins, sem snýr að því að örva húsnæðisuppbyggingu utan suðvesturhorns landsins og bregðast við erfiðu ástandi á húsnæðismarkaði, ekki hvað síst á landsbyggðinni.