Fréttir

Skeiða- og Gnúpverjahreppur er nú heilsueflandi samfélag.

Alma D. Möller, landlæknir og Gígja Gunnarsdóttir verkefnisstjóri verkefnisins, Heilsueflandi samfélag komu og kynntu verkefnið 14. september 2020 í Félagsheimilinu Árnesi. Landlæknir og Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti skrifuðu undir samstarfssamning um verkefnið milli sveitarfélagsins og Embætti landlæknis í einmuna blíðu. Nemendur Þjórsárskóla sungu af tilefninu lag, sérstaklega fyrir Ölmu. "Gamli Nói, gamli Nói er að spritta sig." Þá skrifuðu nokkur félagasamtök einnig undir samstarfssamninginn.

Tilhögun þjónustu í sveitarfélaginu þar til annað verður ákveðið

Eins og kunnugt er hafa sóttvarnarráðstafanir í landinu vegna Kórónuveirufaraldursins verið hertar. Eftir föngum verður tekið mið af því í starfsemi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Skrifstofa sveitarfélagsins verður opin með hefðbundnum hætti. Þeir sem eiga erindi á skrifstofuna eru samt sem áður hvattir til að nota tölvupóst skeidgnup@skeidgnup.is eða síma 486-6100 í samskiptum við skrifstofuna frekar en heimsókn.

Lokun skrifstofu vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélganna

Skrifstofa sveitarfélagsins í Árnesi verður lokuð fyrir hádegi fimmtudaginn 1. október  vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna en opið verður frá kl. 13:00  - 15:00. Lokað verður alveg föstudaginn  2. október af sömu ástæðu.

Haust og vetrarfrí fjölskyldunnar - Markaðsstofa Suðurlands

Nú fer að líða að haust- og vetrarfríum í skólum á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu, í flestum skólum eru haustfrí núna um miðjan október. Líkt og síðasta vetur ætlum við að leggja áherslu á Haust- og vetrarfrí fjölskyldunnar.

Við munum kynna fjölbreytta möguleika sem fjölskyldan getur gert saman á Suðurlandi í vetarfríinu í fréttamiðlum og á netmiðlum. Við munum leitast við að kynna fjölskylduvæna þjónustu og afþreyingu.

48. sveitarstjórnarfundur boðaður 30.09.2020 kl. 16:00 í Árnesi

Boðað er til 48. fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í Árnesi  30. september, 2020 klukkan 16:00. Dagskrá

1. Úthlutun lóða:

2. Hraunteigur leiðrétting á landstærð og landskipti  2020

3. 202 fundur Skipulagsnefndar

4. 127 afgreiðslufundur Byggingafulltrúa

Smaladagur 26. sept og skilaréttir 27. og 28. sept í Skaftholtsréttum

Minnt er á almennan smaladag laugardaginn 26. september og skilarétt Gnúpverja verður í Skaftholtsréttum sunnudaginn 27. september kl 11:00.
Skilarétt Skeiða- og Fóamanna verður mánudaginn 28. september í Skaftholtsréttum kl. 11:00.
Á almennum smaladegi "skal smala heimalönd allra jarða og koma óskilafé í réttir " s.br. 28. gr. Fjallskilasamþykktar Árnessýslu austan vatna.

Gámasvæðið í Brautarholti verður að vera lokað í dag, miðvikud. 23.9.

Gámasvæðið í Brautarholti verður að vera lokað í dag, miðvikudag 23. september, vegna veikinda - því miður. Vonumst til að allt verði eins og venjulega um helgina!

Með kveðju frá skrifstofunni.

Riff í kringum landið 17. - 23. september

Bílabíó í kvöld 21. sept á Hornafirði  og á morgun 22.september  2020  í Reykholti, Bláskógabyggð.

September fréttabréfið komið út

Fréttabréf septembermánaðar er komið út og kemur væntanlega  til okkar, í póstkassana, á morgun.  LESA HÉR

47. sveitarstjórnarfundur 16.09.2020 kl.16:00 - Fundarboð

Boðað er til 47. fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi  16 september, 2020 klukkan 16:00.

Dagskrá

1. Ársþing SASS 2020

2. Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands