Sveitarstjórn 2018-2022. Fundarboð 36. fundar 5. febrúar
36. fundur sveitarstjórnar
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 5 febrúar, 2020 klukkan 16:00.
Dagskrá
36. fundur sveitarstjórnar
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 5 febrúar, 2020 klukkan 16:00.
Dagskrá
Friðlýsing hluta Þjórsárdals. Umhverfis- og auðlindaráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson undirritaði friðlýsingu svæðis í Þjórsárdal kl 16:30 í dag, fimmtudaginn 30. janúar. Verndargildi og sérstaða þess felst fyrst og fremst í jarðfræðilegri sérstöðu, fágætu og fögru landslagi. Svæðið verður nú friðlýst sem landslagsverndarsvæði en innan þessu eru Gjáin, Háifoss, Granni og Hjálparfossi sem friðlýst verða sem sérstök náttúruvætti. Á svæðinu eru mikil tækifæri til náttúruskoðunar, útivistar og sjálfbærrar ferðamennsku en þar eru einnig menningarminjar sem vitna til um mannvistir á fyrri tímum. Svæðið er hið fyrsta sem friðlýst er sem landslagsverndarsvæði samkvæmt lögum um náttúruvernd en unnið hefur verið að friðlýsingunni í rúmt ár.
Aðalbókari og launafulltrúi Starf aðalbókara og launafulltrúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er laust til umsóknar. Starfshlutfall getur verið sveigjanlegt fyrst um sinn, en verður 100 % innan árs frá ráðningu.
Starfssvið
Hæfniskröfur og menntun:
Starfskjör og laun eru í samræmi við samninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Laus er til umsóknar staða skipulagsfulltrúa hjá Umhverfis og tæknisviði uppsveita. Sjá meðf. link með nánari upplýsingum um starfið. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Umsóknarfrestur er til 30. janúar n.k. Auglýsing hér
Skeiða- og Gnúpverjahreppur vinnur að innleiðingu rafrænna reikninga fyrir Evrópska Normið (EN)
Hér með tilkynnist að sveitarfélagið tekur þátt í ICELAND INV18. verkefninu. Markmið verkefnisins er að stuðla að því að byggja upp snið fyrir rafræn reikngagerð og bókhald opinberra aðila hér á landi.
Fréttabréf Skeiða- og Gnúpverjahrepps verður gefið út áfram en samt mun útgáfu þess seinka nú í janúar. Sennilega mun það ekki kom út fyrr en seinnipart mánaðar eða um mánaðarmótin næstu. Beðist er velvirðingar á þessari töf.
Þorrablót Gnúpverja verður haldið 24. janúar n.k. Pantanir og greiðslur þurfa að berast fyrir mánudagskvöldið 20. janúar.
Fólk er beðið um að stilla miðapöntunum í hóf. Afhending miða fer fram í Árnesi þriðjudaginn 21. janúar kl. 18.00 - 20.00
Aðgerðum í Gnúpverjahrepp er lokið og er ekki von á frekara rafmagnsleysi vegna þessa. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Enn eitt árið hefur runnið sitt skeið. Að mínu mati hefur árið þokað okkur áfram á braut framfara hér í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Ég vona að íbúum hafi liðið bærilega og helst betur á árinu sem var að kveðja. Eins og gerist eru persónulegar aðstæður misjafnar, fólk stendur frammi fyrir gleði suma daga og sorg aðra daga.
Miðvikudaginn 8. janúar næstkomandi verður haldinn 34. fundur sveitarstjórnar 2018-2022. Fundurinn hefst kl 16:00
Dagskráin er eftirfarandi:
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Umsókn um Nónstein Árnes og Tjaldsvæði
2. Verksamnignur vegna NPA
3. Endurbætur á Ólafsvallakirkjugarði