Velheppnuð árshátíð Þjórsárskóla þann 11. mars s.l.
Árshátíð Þjórsárskóla var haldin föstudagskvöldið 11. mars, í Félagsheimilinu Árnesi, kl. 20:00. Halla Guðmundsdóttir leikkona samdi og leikstýrði verki sem helgað var indíánum og landnemum í Vesturheimi og skyggnst var inn í líf þeirra. Gleði skein úr hverju andliti leikenda og áhorfenda en allir nemendur tóku þátt í sýningunni ásamt kennurum og starfsfólki.