Fréttabréf maí komið á vefinn
Fréttabréfið maí er komi út. LESA HÉR Heilmikið um að vera að venju.
Fréttabréfið maí er komi út. LESA HÉR Heilmikið um að vera að venju.
Opinn íbúafundur um aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 í Árnesi þriðjudaginn 17 maí næstkomandi kl 20:00. Dagskrá fundar:
1. Fundarsetning og kynning á frummælendum–Skafti Bjarnason Oddviti
2. Skipulagsfulltrúi Uppsveita. Lagaumhverfi og skyldur- Pétur Haraldsson.
Kennara vantar í samtals 70% starf við Flúðaskóla. Um er að ræða 10 tíma heimilisfræðikennslu í 1. – 7. bekk og 8 tíma tónmennt og kór í 1. – 5. bekk. Umsóknarfrestur er til 23. maí 2016. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Pétursdóttir skólastjóri í síma 4806611 eða tölvupósti gudrunp@fludaskoli.is
Gnúpverjar eru Íslandsmeistarar 3. deildar karla í körfubolta í ár. Þeir lögðu lið Laugdæla í úrslitaleik deildarinnar sem fram fór síðastliðinn föstudag. Lokatölur urðu 78-72. Bæði lið hafa þar með tryggt sér sæti í 2. deild karla að ári. Laugdælir urðu efstir eftir deildarkeppni vetrarins og Gnúpverjar í 2.-3. sæti. Leikin var fjögurra liða úrslitakeppni sem endaði með úrslitaleik liðanna í íþróttahúsi Kennaraháskólans.
Um er að ræða 100% stöðu. Í sveitarfélögunum er unnin fjölbreytt verkefni á sviði skóla- og velferðarmála og svigrúm er til nýrra verkefna og vinnubragða.
Starfssvið kennsluráðgjafa
Keppnin hefst stundvíslega kl. 13:00. Skráning á staðnum. Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Pollaflokkur ( 9 ára og yngri)
Barnaflokkur ( 10-13 ára)
Unglingaflokkur ( 14-17 ára)
Ungmennaflokkur: ( 18-21 árs)
Kvennaflokkur
Karlaflokkur
Heldrimanna og kvennaflokkur
Fljúgandi skeið
Nr. 27 Árnesi 17 apríl. 2016 Fundarboð Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn 19 apríl 2016 kl. 16:00.
Dagskrá: Mál til umfjöllunar og afgreiðslu
1. Ársreikningur Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2015. Lagður fram til fyrri umræðu. Auðun Guðjónsson Endurskoðandi.
2. Endurskoðunarskýrsla KPMG 2015. Liggur frammi á fundinum
Í þéttbýliskjörnunum við Brautarholt og Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru lausar lóðir. Í Árneshverfi eru níu rúmgóðar einbýlishúsalóðir tvær parhúsalóðir og tvær raðhúsalóðir lausar til umsóknar. Þær eru staðsettar við Hamragerði, Heiðargerði og Bugðugerði. Möguleiki er einnig á iðnaðarlóðum við jaðar hverfisins.
Umhverfisdagur verður haldinn í Árnesi þann 9. apríl n.k. og verður fjölbreytt dagskrá sem hefst kl. 13:00. þ.a.m. Sýnt verður myndband frá börnunum í Leikholti og einnig munu veggspjöld frá þeim prýða veggina. Atriði frá Þjórsárskólanemendum. Fyrirlestur um matarsóun haldinn af Dóru Svavarsdóttur. Erindi frá Landvernd sem Guðundur I. Guðbrandsson heldur. Fuglalíf við Þjórsá haldið af Tómasi G. Gunnarssyni. Kynning á starfi Landbótafélags Gnúpverja. kaffihlé verður kl. 15:00. Eftir það koma aðilar frá Gámaþjónustunni og Íslenska gámafélaginu og halda fyrirlestra og umræðuhópar verða um sorpflokkun. Íbúar og aðrir eru hvattir til að koma og taka þátt og fara yfir flokkunarmál hér í sveitarfélagainu og almennt.