Skipulagsmál - auglýsingar/kynningar

Þjórsá
Þjórsá
Auglýsing um skipulagsmál í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða - og Gnúpverjahreppi. Samkvæmt 3. mgr. 40. gr  Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt sameiginleg
 lýsing beggja sveitarfélaganna áskipulagsáformum ásamt matslýsingu skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2016.
Hvammsvirkjun, deiliskipulag virkjuna í Þjórsá.  Sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Skeiða - og Gnúpverjahrepps hafa samþykkt að kynna lýsingu vegna áforma um deiliskipulag fyrir Hvammsvirkjun. Famkvæmdasvæði Hvammsvirkjunar  er í báðum sveitarfélögunum.  Stöðvarmannvirki verða í landi Hvamms  í Rangárþingi ytra, en stíflumannvirki og lón munu taka yfir land í ofanverðri Landsveit og Skeið- og Gnúpverjahreppi. 

  Lýsingu má nálgast hér.

Ofantalin lýsing er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúum ofangreindra sveitarfélaga, og á heimasíðum sveitarfélaganna Rangárþings ytra, www.ry.isog Skeiða- og Gnúpverjahrepps www.skeidgnup.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsinguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 1. febrúar 2017.  

Sendið athugasemdir til Skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu, Péturs Inga Haraldssonar, Dalbraut 12, 840 Laugarvatni eða  á  petur@sudurland.is