Stígagerð við Hjálparfoss

Að undanförnu hafa staðið yfir framkvæmdir við byggingu veglegra gangstíga og útsýnispalla við Hjálparfoss í Þjórsárdal. Því verki er nú lokið og er umhverfið við fossinn nú mun betur undir gestagang búið en áður. Það er mál manna að vel hafi til tekist. Það er byggingafyrirtækið Þrándarholt sf sem hefur annast framkvæmdirnar undir stjórn Arnórs Hans Þrándarsonar húsasmiðs. Hönnuðir stíganna voru arkitektarnir Eyrún Þórðardóttir, María Gunnarsdóttir og Gísli Gíslason.