Hugmyndasmiðja til atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu
Langar þig að leggja þitt að mörkum til atvinnuuppbyggingar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi?Langar þig, eða einhver sem þú þekkir, að búa til atvinnutækifæri sem gera þér og þínum kleift að búa í sveitinni? Sérð þú ónýtt atvinnutækifæri í kringum þig sem þú vilt koma á framfæri? Gengur þú jafnvel með viðskiptahugmynd í maganum?