Útboð - Vallarbraut 202

Skeiða-og Gnúpverjahreppur óskar eftir tilboðum í verkið: Vallarbraut 2022 - Verklok eru 15. júlí 2023

Útboð - Efnistaka úr Búrfelllshólmsnámu

Verkið felur í sér efnistöku úr vikurnámu í landi Búrfells. Verktaki skal taka vikurefni frá 15 maí - 1 nóvember ár hvert samkvæmt útboðslýsingu og ganga frá efnistökusvæði samanber útboðslýsingu. Verklok eru 15.11.2032

10. Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til sveitarstjórnarfundar miðvikudaginn 16. nóvember kl. 9.00

Ný heimasíða

Þá er langþráð ný heimasíða komin í loftið

Fjallaböðin í Þjórsárdal verða að veruleika

Í dag var fyrsta skóflustungan tekin að Fjallaböðunum í Þjórsárdal. Það voru þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa Lónsins, Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Magnús Orri Marínarson Schram framkvæmdarstjóri Fjallabaðanna sem tóku saman skóflustunguna.    

Nóvember Gaukur

Nú er kominn nóvember og þá kemur líka nóvember Gaukur - Gluggaðu í hann hér!

Skrifstofan lokuð vegna skóflustungu

Vegna fyrstu skóflustungunnar við Fjallaböðin í Þjórsárdal, verður skrifstofa Skeiða-og Gnúpverjahrepps lokuð eftir hádegi, fimmtudaginn 3. nóvember

Fjallaböðin í Þjórsárdal

Fimmtudaginn 3. nóvember verður tekin fyrsta skóflustungan að Fjallaböðunum í Þjórsárdal sem áætlað er að opni árið 2025. 

Um er að ræða baðstað og hótel þar sem samspil náttúru og hönnunar á sér engan líkan í ægifögru umhverfi Þjórsárdals.  

Einnig verða kynnt áform um frekari uppbyggingu þjónustu á svæðinu sem koma til með að styðja enn frekar við upplifun gesta. Þar má nefna gestastofu, veitingaaðstöðu, fjölbreytta gistimöguleika, sýningarhald og upplýsingamiðstöð.