41. sveitarstjórnarfundur haldinn í Árnesi 27. maí kl. 16:00

              Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 27.maí  2020  kl. 16:00.

Dagskrá:

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

Mál til kynningar :

Kristófer A Tómasson sveitarstjóri

Sumarstarf fyrir námsmann

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. leitar eftir áhugasömum námsmanni, 18 ára og eldri, í verkefni við skönnun og skráningu á gögnum fyrir skipulags- og byggingarsvið. Starfið er hluti af atvinnuátaki sveitarfélaganna í samvinnu við Vinnumálastofnun, ætlað námsmönnum sem eru 18 ára og eldri sem eru á milli anna í námi, þ.e. er að koma úr námi og er skráður í nám að hausti.

Heilsueflandi samfélag í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Hlekkur á þarfagreiningu: https://bit.ly/2Wa3XXa Takk fyrir að taka þátt í að skapa okkar heilsueflandi samfélag

Ný svæði fyrir greinar og garðaúrgang

Nú hefur Skaftholt hætt móttöku á garðaúrgangi og tjágreinum. Nýir staðir eru fundnir fyrir trjágreinar og við ítrekum að þar má eingöngu setja  trjágreinar!  Annars vegar er það  til hliðar við gámasvæðið í Árnesi (við Tvísteinabraut)  og  hins vegar í landi Húsatófta á Skeiðum nokkru ofar en Hestakráin ( sömu megin vegar)  og er vel aðgengilegt af þjóðvegi nr. 30.  Opið er á báðum svæðum,  allan daginn, alla daga.
Nýir staðir fyrir garðaúrganginn  verða  á báðum gámasæðunum og getur fólk komið með garðaúrgang, þ.e illgresi og annað,  þangað á opnunartímum gámasvæðanna.

Fréttabréf apríl komið út

Fréttabréf Skeiða- og Gnúpverjahrepps, maí 2020 er komið út  LESA HÉR  Ýmislegt að frétta. Minnum t.d.  á auglýsingu um Vinnuskóla sveitarfélagsins þar sem umsóknarfrestur rennur út  þann 15. maí. 

Nýtt Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps staðfest

Nýtt Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029  var staðfest af Skipulagsstofnun þann 4. maí 2020, Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029, var samþykkt í sveitarstjórn 8. janúar 2020.
Við gildistöku aðalskipulagsins fellur úr gildi Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016  ásamt síðari breytingum.

Sóknarfæri ferðaþjónustunnar nýr samkeppnissjóður

Vinnuskólinn 2020 - Umsóknarfrestur til 15. maí n.k.

Ungmennum, með lögheimili í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem fædd eru 2005  og 2006 gefst kostur á að starfa í Vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Vinnuskólinn hefst 8. júní og stendur í 8 vikur eða til og með 30. júlí 2020. Unnið verður fjóra daga í hverri viku, mán.- fim. kl. 08-14. Skylt er þó að taka frí eina viku á tímabilinu. Hámarksfjöldi vinnufólks í einu er átta. Ef fjöldi vinnufólks verður meiri, verður starfstíminn skipulagður með það í huga. Í ágúst gefst þeim kostur sem hafa áhuga, að vinna eftir þörfum og samkomulagi. Heitur matur er framreiddur í hádeginu en koma þarf með nesti í kaffitíma fyrir hádegi.

40. fundur sveitarstjórnar 6. maí 2020

40. sveitarstjórnarfundur

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Teams fjarfundarbúanði  6 maí, 2020 klukkan 16:00.

Opnun skrifstofu sveitarfélagsins.

Eftir almenna lokun fyrir móttöku á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá 16. mars síðastliðnum er komið að því að opna.

Frá og með mánudeginum 4. maí verður skrifstofan  opin almenningi. Sami opnunartími gildir og var fyrir 16 mars.

Með bestu óskum um gleðilegt sumar framundan

Sveitarstjóri