Laus staða kennara í Þjórsárskóla.

Laus staða kennara í  Þjórsárskóla. 100% staða í afleysingum frá 18. mars til loka skólaársins. Kennslugreinar eru stærðfræði, náttúrufræði, samfélagsfræði,umsjón, heimilisfræði og útinám.

 Umsóknarfrestur til 25. febrúar 2019. Nánari upplýsingar veitir Bolette Höeg Koch skólastjóri sími 895 9660 netfang : bolette@thjorsarskoli.is

Lífshlaupið 2019 hófst 6. febrúar! Allir með!

Við hjá Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands ( ÍSÍ) viljum vekja athygli ykkar á að skráning er hafin í Lífshlaupið, heilsu og hvatningarverkefni sem ræst verður í 12. sinn miðvikudaginn 6. febrúar næstkomandi.

UPPBYGGINGARSJÓÐUR SUÐURLANDS AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM

Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands:

Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi

Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi

Að styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi

Fundarboð 14. fundar sveitarstjórnar 06. febrúar 2019

             Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 6.febrúar 2019  kl. 09:00.

Dagskrá:   Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Beislun vindorku. Stefán K. Sveinbjörnsson verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun mætir til fundar.

2.     Sultartangastöð aflaukning. Beiðni um umsögn.

Stefnt að útflutningi sorps frá Suðurlandi til brennslu

Sveitarfélög á Suðurlandi áforma að senda sorp frá svæðinu utan til brennslu í evrópskum sorpbrennslustöðvum í framhaldi af þeirri ákvörðun SORPU að hætta að taka við sunnlensku sorpi til urðunar í Álfsnesi. Samhliða þessu eru aðgerðir hafnar til að auka flokkun úrgangs á upprunastað til að tryggja að auðlindir í úrganginum nýtist sem best.

Íbúð í Árneshverfi laus til leigu

Bugðugerði 7a í Árneshverfi er til langtíma leigu. Lesa hér Um er að ræða snyrtilega 2ja herbergja íbúð í viðarklæddu parhúsi. Íbúðin er staðsett í Árnesi og er laus til langtímaleigu. Íbúðin skiptist í forstofu, samliggjandi stofu og eldhús með flísum á gólfi, svefnherbergi með fataskáp, baðherbergi með baðkari og flísum á gólfi. Leigusali fer fram á tveggja mánaða tryggingu, meðmæli frá fyrri leigusala, lánshæfismati frá Credit Info og staðfestingu á reglulegum tekjum. Rafmagn og hiti greiðist af leigutaka. Gæludýr og reykingar eru ekki leyfð inni í íbúðinni. Endilega hafðu samband ef þú hefur áhuga á að skoða íbúðina. 

Fundarboð 13. fundar sveitarstjórnar 23. janúar 2019

               Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 23. janúar 2019  kl. 09:00. Dagskrá:

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Beislun vindorku. Stefán K. Sveinbjörnsson verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun mætir til fundar.

Fréttabréf janúar er komið út

Fréttabréf janúar 2019 er komið út  LESA HÉR Þorrablótsauglýsingin, spilakvöld á Brautarholti og margt fleira.

Mannamót 2019 í Kórnum fimmtudaginn 17. janúar 2019

Við vildum minna ykkur á Mannamót 2019, sem haldin á morgun, fimmtudaginn 17. janúar, í Kórnum Kópavogi. Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu.

Fundur um endurheimt votlendis í Árnesi 15. janúar kl. 20:00

Votlendissjóðurinn og Skeiða- og Gnúpverjahreppur efna til fundar í Árnesi um endurheimt votlendis þriðjudaginn 15. janúar kl. 20.00. Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti opnar fundinn.

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins, kynnir starfsemi hans.

Erindi:

Dr. Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri Skógræktarinnar.