Spennandi tækifæri í Árnesi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Félagsheimilið Árnes / Þjórsárstofa/stjórnsýsluhús
Félagsheimilið Árnes / Þjórsárstofa/stjórnsýsluhús

Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir tilboðum í leigu á félagsheimilinu Árnesi, reksturs á tjaldsvæði við Árnes ásamt rekstri mötuneytis fyrir leikskóla og grunnskóla sveitarfélagsins samkvæmt meðfylgjandi gögnum og öðrum þeim gögnum sem vísað er til.

Verkefnið felst í eftirtöldu :

A. Leiga á félagsheimilinu í Árnesi og því sem fylgir eins og framleiðslueldhús og salarkynni fyrir veitingarekstur sem rúmar allt að 300 manns.

Undanskilið er rými fyrir skrifstofur sveitarfélagsins.

B. Reksturs á tjaldsvæði við félagsheimilið Árnes. Aðstaða fyrir 50-60 einingar með rafmagni.

C. Rekstur mötuneytis fyrir grunn- og leikskóla í félagsheimilinu. Fjöldi matarskammta er 90-100 meðan skólaárið stendur yfir. Leigutaki skal lúta skilmálum um efnainnihald

matar og matreiðslu í skólamötuneytum. Krafa er gerð um menntun í matreiðslu.

Gestastofan og margmiðlunarsýningin Þjórsárstofa er rekin í Árnesi í samstarfi við Landsvirkjun. Um sýninguna verður

gerður sérstakur samningur, því er ekki leitað að verði í umsjón með henni.

Mögulegt er að bjóða í hvern þátt fyrir sig. Leigusamningar um eignirnar verða ótímabundnir en uppsegjanlegir af hálfu beggja aðila með sex mánaða fyrirvara. Sveitarfélagið áskilur

sér rétt til að taka eða hafna hvaða tilboði sem er.

Útboðsgögn og nánari upplýsingar veita Kristófer Tómasson sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, sími 486 6100,netfang: kristofer@skeidgnup.is eða

Börkur Brynjarsson verkfræðingur, sími 898 9499, netfang: borkur@sudurland.is

Tilboðum skal skila á skrifstofu sveitarfélagsins eða á ofangreind netföng eigi síðar mánudaginn 13. febrúar 2017.

Tilboð verða opnuð þann dag á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 16.00.

Sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

 

Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi búa tæplega 600 íbúar. Aðalatvinnuvegur er landbúnaður. Auk þess er ferðaþjónusta vaxandi og er

iðnaður stundaður í nokkrum mæli. Þéttbýliskjarnar eru við Árnes

og Brautarholt. Grunnskóli, leikskóli, sundlaugar og bókasafn er í

sveitarfélaginu. Ferðafólk leggur í vaxandi mæli, leið sína í gegnum

sveitarfélagið, enda náttúruperlur og sögustaðir margir í sveitarfélaginu. Nefna má Þjórsárdal og Áshildarmýri. Leiðir á hálendi

Íslands liggja um sveitarfélagið. Fjarlægð frá Reykjavík er um 100

km, frá Selfossi um 40 km og frá Flúðum 20 km.