Frá sóknarnefnd Stóra-Núpskirkju

Aftansöngur var í Stóra-Núpskirkju á gamlársdag 31. desember  kl. 16:30. Sr. Óskar H. Óskarsson, sóknarprestur prédikaði, Kirkjukór Stóra-Núpskirkju söng undir stjórn organistans Þorbjargar  Jóhannsdóttur.  Þetta var síðasta athöfn í kirkjunni þar til á páskadag 5. apríl  2015  þar sem eftir áramótin hefjast viðhaldsframkvæmdir við kirkjuna.

Um 40 manns naut þessarar góðu og ljúfu stundar á gamlársdag og verulegur  áhugi er fyrir að framhald verði á að hafa þessa stund á gamlársdag.

Kirkjukórinn, ásamt kikjukór Ólafsvallakirkju  vinnur nú að útgáfu disks með sálmalögum séra Valdimars Briem á meðan engar messur eru vegna viðgerðanna.

Taka  á upp gólf kirkjunnar  að hluta og rétta það þar sem það hefur skekkst,  ásamt því að slípa það og mála, þá hefur verið sótt um styrk til Minjastofunar vegna lagfæringa sem gera þarf á tréverki kirkjunnar og fyrir málningu innanhúss, Niðurstöður  fást að öllum líkindum seinnipart vetrar úr því.

Sóknarnefnd sendir öllum íbúum sveitarfélagsins óskir um farsæld á nýju ári  með sérstökum þökkum  til allra sem hafa hjálpað okkur  í kirkjustarfinu, ekki síður til þeirra sem komið hafa  í okkar fallegu kirkju og notið þeirra góðu stunda  sem þar bjóðast.

Gleðilegt nýtt ár.