Skrifstofan lokuð föstudaginn 9. september

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð föstudaginn 9. september vegna rétta og öðru því tengdu - ef einhver brýn erindi koma upp má hafa samband við sveitarstjórann beint í síma 779-3333

Við óskum íbúum og gestum þeirra gleðilegrar réttarhelgar - en minnum alla á að fara varlega í umferðinni nú þegar tekið er að skyggja á kvöldin og margir á ferli bæði gangandi og ríðandi - svo allir komist nú heilir heim.

Réttir, fjárrekstrar og umferðartafir

Skaftholtsréttir eru föstudaginn 9. september nk. Réttirnar hefjast að venju kl.  11 með fyrsta innrekstri. Þegar búið er að draga fyrsta innrekstur er gert 30 mínútna kaffihlé áður en aftur er rekið inn.

Reykjaréttir eru laugardaginn 10. september og hefjast réttarstörf kl. 9.00

Í fyrsta sinn í 3 ár eru réttirnar aftur opnar almenningi og eru allir velkomnir.

Boðað er til 5. sveitarstjórnarfundar

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  7 september, 2022 klukkan 09:00.

Dagskrá

1. Forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026

Gaukur septembermánaðar

Þá er kominn nýr Gaukur í loftið, hann má finna rafrænt hér  en hann ætti einnig að berast í alla póstkassa sveitarfélagsins í dag.