Flúðaskóli auglýsir lausar kennarastöður skólaárið 2022-2023

Um er að ræða 50 – 100% stöður samkvæmt samkomulagi

Í Flúðaskóla verða rúmlega 100 nemendur næsta skólaár. Við skólann starfa áhugasamir og metnaðarfullir starfsmenn. Gildi skólans er virðing-vitneskja. Lögð er áhersla á að skapa námsumhverfi þar sem allir eru virkir, öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.

Umhverfis- og tæknisvið uppsveita BS. tengist pósthólfinu á island.is

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. hefur tengt málakerfi embættisins við stafrænt pósthólf á island.is, sem er miðlæg þjónustugátt stjórnvalda. Um mikið framfaraskref er að ræða í þjónustu embættisins sem eykur hraða og skilvirkni birtinga á afgreiðslubréfum og öðrum gögnum sem embættinu ber að birta samkvæmt lögum.

Unglingavinna í Skeiða- og Gnúpverjahrepp

Ungmennum, með lögheimili í Skeiða-og Gnúpverjahreppi, sem fædd eru 2007-2008 gefst kostur á að starfa í vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Vinnuskólinn hefst 7. júní og stendur til og með 4. ágúst. Unnið er fjóra daga í hverri viku, mánudaga-fimmtudaga frá kl. 8 – 14. Miðað er við að hvert barn taki viku frí, samfleytt, á tímabilinu. Heitur matur er framreiddur í hádeginu en koma þarf með nesti á kaffitíma fyrir hádegi. Skráningarfrestur er til 20. maí. Skráning þarf að berast á netfangið skeidgnup@skeidgnup.is Hámarksfjöldi starfsfólks í vinnuskólanum eru 8 manns í einu. Ef fjöldi starfsfólks fer yfir þann fjölda verður starfstíminn skipulagður með það í huga.

Lokatölur í sveitarstjórnarkosningum 2022

Hér koma lokatölur frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi í sveitarstjórnarkosningum 14. maí 2022

Á kjörskrá voru 435

Talin hafa verið 379 atkvæði og skiptast þau þannig

E listi Uppbyggingar 117 atkvæði og 1 mann

L listi Samvinnulistinn 189 atkvæði og 3 menn

U listi Umhyggju, umhverfis og uppbyggingar 69 atkvæði og 1 mann

Kynning Landsvirkjunar af íbúafundi

Þann 8. mars sl. hélt Landsvirkjun, að frumkvæði sveitarstjórnar, kynningarfund um ýmislegt er tengist Hvammsvirkjun. Kynningu Landsvirkjunar má finna hér. Einnig má finna ýmis gögn um Hvammsvirkjun á vefnum hvammur.landsvirkjun.is

Umsjónaraðili með félagsheimili í Brautarholti

Sveitarfélagið Skeiða-og Gnúpverjahreppur óskar eftir aðila til að sjá um útleigu og umsjón á félagsrými í húsnæði sveitarfélagsins í Brautarholti. Helstu verkefni eru umsjón með útleigu, sam

Íbúafundur um ársreikning sveitarfélagsins

Íbúafundur verður haldinn í Félagsheimilinu Árnesi miðvikudaginn 11.maí nk kl. 20

Dagskrá fundarins:

                                                                                                  Sveitarstjórn

Kjörfundur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi / Polling station in Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Kjörstaður verður í Þjórsárskóla í Árnesi                   (english verion below)                                           

Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 22.00 þann 14. maí 2022

Kjósendur eru minntir á að hafa meðferðis persónuskilríki með mynd og framvísa ef þess er óskað.                                                                           

80. sveitarstjórnarfundur

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í Árnesi  11 maí, 2022 klukkan 14:00.

Gaukur mánaðarins

Hann er fyrr á ferð en venjulega - svo frambjóðendur fái notið sín fyrir kosningar

Maí Gaukinn má finna hér