Fréttir

Lausar stöður í Leikholti

Tvær stöður eru lausar í Leikholti næsta haust - frekari upplýsingar má finna hér fyrir neðan

Stækkun tjaldsvæðis í Árnesi

Nú rétt í þessu hófust framkvæmdir við stækkun tjaldsvæðisins í Árnesi, í þessum fyrsta áfanga stækkunar verður sléttað úr svæðinu til suðurs frá núverandi tjaldsvæði. 

Lausar lóðir í smábýlabyggð við Árnes

Nautavað 1: Lóðin er 34.512 mað stærð

Nautavað 3: Lóðin er 41.778 mað stærð

Næsti Gaukur

Nú nálgast júní óðfluga og þá er komið að næsta Gauk. Eins og áður hefur komið fram í Gauknum er sveitahátíðin Upp í sveit á dagskrá dagana 17. - 20. júní nk og að því tilefni verður júní Gaukurinn  sendur heim á pappír á hvert heimili í sveitarfélaginu með dagskrá og frekari upplýsingum um hátíðina. Gaukurinn kemur því næst út föstudaginn 3. júní og þarf aðsent efni í hann þarf að berast í netfangið hronn@skeidgnup.is fyrir miðvikudaginn 1. júní næstkomandi.

Minnum á vorhreingerninguna

Þar sem allt er að verða svo fallega grænt og gróandi í loftinu þá minnum við á vorhreinsunina - hvetjum alla til að taka hlaðið í gegn og rölta með vegum í nágreninu, tína upp það sem fokið hefur til í vetur. Dagana 15. maí til 16. júní er hægt að fá járnagáma heim á bæi, í tvo daga í senn, án endurgjalds. Nú þegar hafa allnokkrir fengið slíka gáma heim og tekið til hendinni.  Hægt er að óska eftir gám með því að hringja eða senda póst á skrifstofu sveitarfélagsins.

Afleysing í félagsmiðstöðinni Zero

Sveitarfélögin Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur leita að afleysingarstarfsmanni í félagsmiðstöðinni Zero.

 Um er að ræða 50% starf með starfstöð á Flúðum, skólaárið 2022-2023.

Starfssvið

Menntunar- og hæfniskröfur

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga en vinnutími og starfskjör eru sveigjanleg. 

Unglingavinna í Skeiða- og Gnúpverjahrepp

Ungmennum, með lögheimili í Skeiða-og Gnúpverjahreppi, sem fædd eru 2007-2008 gefst kostur á að starfa í vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Vinnuskólinn hefst 7. júní og stendur til og með 4. ágúst. Unnið er fjóra daga í hverri viku, mánudaga-fimmtudaga frá kl. 8 – 14. Miðað er við að hvert barn taki viku frí, samfleytt, á tímabilinu. Heitur matur er framreiddur í hádeginu en koma þarf með nesti á kaffitíma fyrir hádegi. Skráningarfrestur er til 20. maí. Skráning þarf að berast á netfangið skeidgnup@skeidgnup.is Hámarksfjöldi starfsfólks í vinnuskólanum eru 8 manns í einu. Ef fjöldi starfsfólks fer yfir þann fjölda verður starfstíminn skipulagður með það í huga.

Lokatölur í sveitarstjórnarkosningum 2022

Hér koma lokatölur frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi í sveitarstjórnarkosningum 14. maí 2022

Á kjörskrá voru 435

Talin hafa verið 379 atkvæði og skiptast þau þannig

E listi Uppbyggingar 117 atkvæði og 1 mann

L listi Samvinnulistinn 189 atkvæði og 3 menn

U listi Umhyggju, umhverfis og uppbyggingar 69 atkvæði og 1 mann

Kynning Landsvirkjunar af íbúafundi

Þann 8. mars sl. hélt Landsvirkjun, að frumkvæði sveitarstjórnar, kynningarfund um ýmislegt er tengist Hvammsvirkjun. Kynningu Landsvirkjunar má finna hér. Einnig má finna ýmis gögn um Hvammsvirkjun á vefnum hvammur.landsvirkjun.is

Umsjónaraðili með félagsheimili í Brautarholti

Sveitarfélagið Skeiða-og Gnúpverjahreppur óskar eftir aðila til að sjá um útleigu og umsjón á félagsrými í húsnæði sveitarfélagsins í Brautarholti. Helstu verkefni eru umsjón með útleigu, sam